Tíminn líður hægar nærri svartholum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 20. apríl 2019 10:30 Stjörnufræðingarnir þrír svöruðu glaðir spurningum ritstjórnar um himingeiminn. Stjörnufræðingarnir Sævar Helgi Bragason, Kári Helgason og Helgi Freyr Rúnarsson héldu á dögunum fyrirlestur á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og fræddu fólk um leyndardóma svarthola. Ritstjórn Fréttablaðsins notaði tækifærið og lét rigna yfir þá spurningum um undur geimsins.Jæja, þannig að Einstein hafði rétt fyrir sér allan tímann?Sævar: „Já, þessi snillingur hefur óþolandi oft haft rétt fyrir sér. Það væri miklu skemmtilegra fyrir vísindin ef við fyndum út að hann hefði á röngu að standa. En hattur ofan, herra Einstein!“Eru einhverjir svarnir andstæðingar afstæðiskenningarinnar í fýlu?Helgi Freyr: „Þeir láta í það minnsta ekki mikið í sér heyra, greyin. Það væri geggjað ef fólk lærði að það er bara best að viðurkenna það þegar maður hefur rangt fyrir sér. En svo má ekki gleyma að almenna afstæðiskenningin hefur enn ekki verið prófuð í mjög veiku þyngdarsviði, til dæmis í snúningskúrfu vetrarbrauta (nöööördar!). Svo það er enn veik (haha) von andstæðinga Einsteins.“Hvaða þýðingu hefur það að þessi ljósmynd er til?Kári: „Myndin er fyrst og fremst tæknilegt afrek, þökk sé samvinnu yfir 200 vísindamanna og átta sjónauka sem saman mynduðu einn risasjónauka á stærð við Jörðina. Myndin er líka sýnileg staðfesting á því að svarthol eru raunveruleg, þótt enginn hafi svo sem efast um það fyrir enda staðfestu þyngdarbylgjur endanlega tilvist þeirra.“Hvað eru svarthol?Sævar: „Svarthol eru svæði í geimnum þar sem þyngdarkrafturinn er svo sterkur að ekkert sleppur burt, ekki einu sinni ljós. Svarthol þjappa ekki einungis saman rúminu sjálfu, heldur tímanum líka, svo tíminn líður hægar í námunda við svarthol. Ef þú féllir inn í svarthol sæir þú tímann líða hraðar fyrir utan svartholið. En svo myndir þú líka strekkjast og lengjast eins og spaghettí vegna flóðkrafta, slitna í sundur og enda sem öreindaregn sem bætist við massa svartholsins.“Eru til hvíthol?Helgi Freyr: „Hvíthol væru andstæða svarthols, efni kemur út um þau. Stærðfræðin leyfir þau en við höfum aldrei fundið nein fyrirbæri í geimnum sem gætu verið hvíthol, svo hvíthol eru líklegast ekki til.“Eru ormagöng til í alvöru?Kári: „Ormagöng eru styttri leið milli a og b í tímarúminu sem Einstein lýsir. Því miður virðast þau eingöngu vera til í skáldskap því við vitum ekki enn sem komið er um nein fyrirbæri sem geta búið til ormagöng. Hvort okkur tekst það einhvern tímann er ómögulegt að segja. Það þyrfti fáránlega mikla orku til.“Af hverju er ekki löngu búið að finna upp vörpudrif svo við getum ferðast hraðar en á ljóshraða?Sævar: „Það strandar á tæknilegri getu mannsins, enn sem komið er. Vörpudrif snúast um að þjappa tímarúminu saman eins og laki og láta það skjóta sér á milli, án þess að brjóta í bága við þá reglu náttúrunnar að efni geti ekki ferðast hraðar en ljósið. Ef við hefðum slíka tækni gætum við þotið milli staða í Vetrarbrautinni eins og Kirk kafteinn.“Hvað eigum við eftir langan tíma á jörðinni?Helgi Freyri: „Miðað við hvað við förum illa með Jörðina og ef við ætlum að halda því áfram, þá á samfélagið okkar ekki eftir mjög marga áratugi. Við höfum sennilega innan við tvo til að afstýra miklum hörmungum og vonandi tekst okkur það. Vísindasamstarf eins og Sjóndeildarsjónaukinn er prýðisdæmi um að við getum allt ef við bara viljum og vinnum saman. En Sólin mun ekki enda líf sitt fyrr en eftir 5 milljarða ára svo við eigum enn sjens.“Hvaða sci-fi þættir eru raunverulegastir?Kári: „Star Trek hefur sennilega vinninginn að mestu leyti. Okkur langar samt að segja Futurama. Svartholið í kvikmyndinni Interstellar var hannað af stjarneðlisfræðingum svo það er mjög raunverulegt.“Það var búið að reikna út hvernig myndin myndi líta út, áður en hún var framkölluð. Við virðumst komin langt í því að skilja betur gang alheimsins. Eða hvað?Sævar: „Já, myndin er næstum nákvæmlega eins og spár gerðu ráð fyrir fyrirfram. Það er magnað að sjá hversu vel við erum farin að skilja eðlisfræði í nágrenni svarthola. Við erum sannarlega á réttri leið með að skilja alheiminn.“ Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Tengdar fréttir Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26 Opinbera fyrstu myndina af svartholi Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. 10. apríl 2019 10:56 Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Stjörnufræðingarnir Sævar Helgi Bragason, Kári Helgason og Helgi Freyr Rúnarsson héldu á dögunum fyrirlestur á vegum Stjarnvísindafélags Íslands og fræddu fólk um leyndardóma svarthola. Ritstjórn Fréttablaðsins notaði tækifærið og lét rigna yfir þá spurningum um undur geimsins.Jæja, þannig að Einstein hafði rétt fyrir sér allan tímann?Sævar: „Já, þessi snillingur hefur óþolandi oft haft rétt fyrir sér. Það væri miklu skemmtilegra fyrir vísindin ef við fyndum út að hann hefði á röngu að standa. En hattur ofan, herra Einstein!“Eru einhverjir svarnir andstæðingar afstæðiskenningarinnar í fýlu?Helgi Freyr: „Þeir láta í það minnsta ekki mikið í sér heyra, greyin. Það væri geggjað ef fólk lærði að það er bara best að viðurkenna það þegar maður hefur rangt fyrir sér. En svo má ekki gleyma að almenna afstæðiskenningin hefur enn ekki verið prófuð í mjög veiku þyngdarsviði, til dæmis í snúningskúrfu vetrarbrauta (nöööördar!). Svo það er enn veik (haha) von andstæðinga Einsteins.“Hvaða þýðingu hefur það að þessi ljósmynd er til?Kári: „Myndin er fyrst og fremst tæknilegt afrek, þökk sé samvinnu yfir 200 vísindamanna og átta sjónauka sem saman mynduðu einn risasjónauka á stærð við Jörðina. Myndin er líka sýnileg staðfesting á því að svarthol eru raunveruleg, þótt enginn hafi svo sem efast um það fyrir enda staðfestu þyngdarbylgjur endanlega tilvist þeirra.“Hvað eru svarthol?Sævar: „Svarthol eru svæði í geimnum þar sem þyngdarkrafturinn er svo sterkur að ekkert sleppur burt, ekki einu sinni ljós. Svarthol þjappa ekki einungis saman rúminu sjálfu, heldur tímanum líka, svo tíminn líður hægar í námunda við svarthol. Ef þú féllir inn í svarthol sæir þú tímann líða hraðar fyrir utan svartholið. En svo myndir þú líka strekkjast og lengjast eins og spaghettí vegna flóðkrafta, slitna í sundur og enda sem öreindaregn sem bætist við massa svartholsins.“Eru til hvíthol?Helgi Freyr: „Hvíthol væru andstæða svarthols, efni kemur út um þau. Stærðfræðin leyfir þau en við höfum aldrei fundið nein fyrirbæri í geimnum sem gætu verið hvíthol, svo hvíthol eru líklegast ekki til.“Eru ormagöng til í alvöru?Kári: „Ormagöng eru styttri leið milli a og b í tímarúminu sem Einstein lýsir. Því miður virðast þau eingöngu vera til í skáldskap því við vitum ekki enn sem komið er um nein fyrirbæri sem geta búið til ormagöng. Hvort okkur tekst það einhvern tímann er ómögulegt að segja. Það þyrfti fáránlega mikla orku til.“Af hverju er ekki löngu búið að finna upp vörpudrif svo við getum ferðast hraðar en á ljóshraða?Sævar: „Það strandar á tæknilegri getu mannsins, enn sem komið er. Vörpudrif snúast um að þjappa tímarúminu saman eins og laki og láta það skjóta sér á milli, án þess að brjóta í bága við þá reglu náttúrunnar að efni geti ekki ferðast hraðar en ljósið. Ef við hefðum slíka tækni gætum við þotið milli staða í Vetrarbrautinni eins og Kirk kafteinn.“Hvað eigum við eftir langan tíma á jörðinni?Helgi Freyri: „Miðað við hvað við förum illa með Jörðina og ef við ætlum að halda því áfram, þá á samfélagið okkar ekki eftir mjög marga áratugi. Við höfum sennilega innan við tvo til að afstýra miklum hörmungum og vonandi tekst okkur það. Vísindasamstarf eins og Sjóndeildarsjónaukinn er prýðisdæmi um að við getum allt ef við bara viljum og vinnum saman. En Sólin mun ekki enda líf sitt fyrr en eftir 5 milljarða ára svo við eigum enn sjens.“Hvaða sci-fi þættir eru raunverulegastir?Kári: „Star Trek hefur sennilega vinninginn að mestu leyti. Okkur langar samt að segja Futurama. Svartholið í kvikmyndinni Interstellar var hannað af stjarneðlisfræðingum svo það er mjög raunverulegt.“Það var búið að reikna út hvernig myndin myndi líta út, áður en hún var framkölluð. Við virðumst komin langt í því að skilja betur gang alheimsins. Eða hvað?Sævar: „Já, myndin er næstum nákvæmlega eins og spár gerðu ráð fyrir fyrirfram. Það er magnað að sjá hversu vel við erum farin að skilja eðlisfræði í nágrenni svarthola. Við erum sannarlega á réttri leið með að skilja alheiminn.“
Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Tengdar fréttir Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26 Opinbera fyrstu myndina af svartholi Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. 10. apríl 2019 10:56 Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26
Opinbera fyrstu myndina af svartholi Vísindamenn hafa náð fyrstu ljósmyndinni af svartholi og verður hún birt opinberlega á fréttamannafundi klukkan 13 í dag. 10. apríl 2019 10:56
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00