Formaður dómaranefndar KKÍ: Dómararnir gerðu mistök | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2019 15:05 Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson skoða hér atvikið umdeilda í leiknum í gær. Rögnvaldur dæmdi upprunalegu villuna en Kristinn aðaldómari snéri svo dóminum. vísir/vilhelm Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að dómarar leiks KR og ÍR í gær hefðu gert mistök undir lok venjulegs leiktíma. Þá hefði KR átt að fá vítaskot en fékk ekki. Það var dæmd villa á ÍR-inginn Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir brot á KR-ingnum Helga Má Magnússyni. Villa og tvö víti var upprunalegi dómurinn. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi ákváðu dómararnir að breyta villunni í sóknarvillu þannig að Helgi fékk ekki vítaskotin. Staðan var þá jöfn og 1,6 sekúnda eftir. Ef Helgi hefði sett vítin niður hefði leikurinn hugsanlega ekki farið í framlengingu. Félagar hans klúðruðu reyndar fjórum vítum í röð í framlengingunni. „Það voru gerð mistök. Það er bara þannig,“ segir Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, við Vísi. „Það var enginn að leika sér að því að gera mistök. Það er alveg ljóst.“ Jón segir að það sé ákveðið flækjustig á reglunum sem hafi ruglað dómarana. „Liðsvaldi ÍR á boltanum lýkur er Boyd ver skotið skömmu fyrir villuna. Skotklukkan er þó enn í gangi og það er til skotklukkuregla. KR átti að fá tvö víti þarna.“ Dómararnir breyttu þessum dómi eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi eins og áður segir. Dómarar hafa ekki heimild í leikreglunum til þess að nota endursýningar til þess að breyta villu yfir í sóknarvillu. „Þarna er fólk aðeins að ruglast. Þetta er einfalt. Þeir eru ekki að breyta í sóknarvillu í þeim skilningi. Forsendurnar sem fólk er að gefa sér eru ekki réttar. Þeir voru að fara yfir hvort það væri enn liðsvald eða ekki. Þeir voru ekki að fara að skoða hvort þeir gætu breytt í sóknarvillu. Sú regla snýst um allt annan hlut en þetta,“ segir Jón og bætir við. „Þeir eru að fara yfir reglur um liðsvaldið, sem er allt önnur regla, og ef það er ekki liðsvald þá er þetta villa og tvö víti. Liðsvaldi lýkur er leikmaður tekur skot. Þetta lítur út eins og þeir séu að breyta varnarvillu í sóknarvillu en þeir eru að horfa út frá liðsvaldi og þá er hægt að breyta. Mistökin voru að átta sig ekki á því að liðsvaldinu lýkur með skotinu.“ Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 fyrir ÍR sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag. Ef KR hefur betur í þeim leik verður oddaleikur næstkomandi laugardag. Hér að neðan má sjá villuna sem Rögnvaldur dæmdi en Kristinn breytti svo í sóknarvillu.Klippa: Villan umdeilda í leik KR og ÍR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08 Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00 Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15 Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að dómarar leiks KR og ÍR í gær hefðu gert mistök undir lok venjulegs leiktíma. Þá hefði KR átt að fá vítaskot en fékk ekki. Það var dæmd villa á ÍR-inginn Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir brot á KR-ingnum Helga Má Magnússyni. Villa og tvö víti var upprunalegi dómurinn. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi ákváðu dómararnir að breyta villunni í sóknarvillu þannig að Helgi fékk ekki vítaskotin. Staðan var þá jöfn og 1,6 sekúnda eftir. Ef Helgi hefði sett vítin niður hefði leikurinn hugsanlega ekki farið í framlengingu. Félagar hans klúðruðu reyndar fjórum vítum í röð í framlengingunni. „Það voru gerð mistök. Það er bara þannig,“ segir Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, við Vísi. „Það var enginn að leika sér að því að gera mistök. Það er alveg ljóst.“ Jón segir að það sé ákveðið flækjustig á reglunum sem hafi ruglað dómarana. „Liðsvaldi ÍR á boltanum lýkur er Boyd ver skotið skömmu fyrir villuna. Skotklukkan er þó enn í gangi og það er til skotklukkuregla. KR átti að fá tvö víti þarna.“ Dómararnir breyttu þessum dómi eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi eins og áður segir. Dómarar hafa ekki heimild í leikreglunum til þess að nota endursýningar til þess að breyta villu yfir í sóknarvillu. „Þarna er fólk aðeins að ruglast. Þetta er einfalt. Þeir eru ekki að breyta í sóknarvillu í þeim skilningi. Forsendurnar sem fólk er að gefa sér eru ekki réttar. Þeir voru að fara yfir hvort það væri enn liðsvald eða ekki. Þeir voru ekki að fara að skoða hvort þeir gætu breytt í sóknarvillu. Sú regla snýst um allt annan hlut en þetta,“ segir Jón og bætir við. „Þeir eru að fara yfir reglur um liðsvaldið, sem er allt önnur regla, og ef það er ekki liðsvald þá er þetta villa og tvö víti. Liðsvaldi lýkur er leikmaður tekur skot. Þetta lítur út eins og þeir séu að breyta varnarvillu í sóknarvillu en þeir eru að horfa út frá liðsvaldi og þá er hægt að breyta. Mistökin voru að átta sig ekki á því að liðsvaldinu lýkur með skotinu.“ Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 fyrir ÍR sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag. Ef KR hefur betur í þeim leik verður oddaleikur næstkomandi laugardag. Hér að neðan má sjá villuna sem Rögnvaldur dæmdi en Kristinn breytti svo í sóknarvillu.Klippa: Villan umdeilda í leik KR og ÍR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08 Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00 Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15 Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00 Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08
Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00
Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15
Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00