Formaður dómaranefndar KKÍ: Dómararnir gerðu mistök | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2019 15:05 Kristinn Óskarsson og Rögnvaldur Hreiðarsson skoða hér atvikið umdeilda í leiknum í gær. Rögnvaldur dæmdi upprunalegu villuna en Kristinn aðaldómari snéri svo dóminum. vísir/vilhelm Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að dómarar leiks KR og ÍR í gær hefðu gert mistök undir lok venjulegs leiktíma. Þá hefði KR átt að fá vítaskot en fékk ekki. Það var dæmd villa á ÍR-inginn Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir brot á KR-ingnum Helga Má Magnússyni. Villa og tvö víti var upprunalegi dómurinn. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi ákváðu dómararnir að breyta villunni í sóknarvillu þannig að Helgi fékk ekki vítaskotin. Staðan var þá jöfn og 1,6 sekúnda eftir. Ef Helgi hefði sett vítin niður hefði leikurinn hugsanlega ekki farið í framlengingu. Félagar hans klúðruðu reyndar fjórum vítum í röð í framlengingunni. „Það voru gerð mistök. Það er bara þannig,“ segir Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, við Vísi. „Það var enginn að leika sér að því að gera mistök. Það er alveg ljóst.“ Jón segir að það sé ákveðið flækjustig á reglunum sem hafi ruglað dómarana. „Liðsvaldi ÍR á boltanum lýkur er Boyd ver skotið skömmu fyrir villuna. Skotklukkan er þó enn í gangi og það er til skotklukkuregla. KR átti að fá tvö víti þarna.“ Dómararnir breyttu þessum dómi eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi eins og áður segir. Dómarar hafa ekki heimild í leikreglunum til þess að nota endursýningar til þess að breyta villu yfir í sóknarvillu. „Þarna er fólk aðeins að ruglast. Þetta er einfalt. Þeir eru ekki að breyta í sóknarvillu í þeim skilningi. Forsendurnar sem fólk er að gefa sér eru ekki réttar. Þeir voru að fara yfir hvort það væri enn liðsvald eða ekki. Þeir voru ekki að fara að skoða hvort þeir gætu breytt í sóknarvillu. Sú regla snýst um allt annan hlut en þetta,“ segir Jón og bætir við. „Þeir eru að fara yfir reglur um liðsvaldið, sem er allt önnur regla, og ef það er ekki liðsvald þá er þetta villa og tvö víti. Liðsvaldi lýkur er leikmaður tekur skot. Þetta lítur út eins og þeir séu að breyta varnarvillu í sóknarvillu en þeir eru að horfa út frá liðsvaldi og þá er hægt að breyta. Mistökin voru að átta sig ekki á því að liðsvaldinu lýkur með skotinu.“ Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 fyrir ÍR sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag. Ef KR hefur betur í þeim leik verður oddaleikur næstkomandi laugardag. Hér að neðan má sjá villuna sem Rögnvaldur dæmdi en Kristinn breytti svo í sóknarvillu.Klippa: Villan umdeilda í leik KR og ÍR Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08 Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00 Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15 Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, segir að dómarar leiks KR og ÍR í gær hefðu gert mistök undir lok venjulegs leiktíma. Þá hefði KR átt að fá vítaskot en fékk ekki. Það var dæmd villa á ÍR-inginn Sigurð Gunnar Þorsteinsson fyrir brot á KR-ingnum Helga Má Magnússyni. Villa og tvö víti var upprunalegi dómurinn. Eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi ákváðu dómararnir að breyta villunni í sóknarvillu þannig að Helgi fékk ekki vítaskotin. Staðan var þá jöfn og 1,6 sekúnda eftir. Ef Helgi hefði sett vítin niður hefði leikurinn hugsanlega ekki farið í framlengingu. Félagar hans klúðruðu reyndar fjórum vítum í röð í framlengingunni. „Það voru gerð mistök. Það er bara þannig,“ segir Jón Bender, formaður dómaranefndar KKÍ, við Vísi. „Það var enginn að leika sér að því að gera mistök. Það er alveg ljóst.“ Jón segir að það sé ákveðið flækjustig á reglunum sem hafi ruglað dómarana. „Liðsvaldi ÍR á boltanum lýkur er Boyd ver skotið skömmu fyrir villuna. Skotklukkan er þó enn í gangi og það er til skotklukkuregla. KR átti að fá tvö víti þarna.“ Dómararnir breyttu þessum dómi eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi eins og áður segir. Dómarar hafa ekki heimild í leikreglunum til þess að nota endursýningar til þess að breyta villu yfir í sóknarvillu. „Þarna er fólk aðeins að ruglast. Þetta er einfalt. Þeir eru ekki að breyta í sóknarvillu í þeim skilningi. Forsendurnar sem fólk er að gefa sér eru ekki réttar. Þeir voru að fara yfir hvort það væri enn liðsvald eða ekki. Þeir voru ekki að fara að skoða hvort þeir gætu breytt í sóknarvillu. Sú regla snýst um allt annan hlut en þetta,“ segir Jón og bætir við. „Þeir eru að fara yfir reglur um liðsvaldið, sem er allt önnur regla, og ef það er ekki liðsvald þá er þetta villa og tvö víti. Liðsvaldi lýkur er leikmaður tekur skot. Þetta lítur út eins og þeir séu að breyta varnarvillu í sóknarvillu en þeir eru að horfa út frá liðsvaldi og þá er hægt að breyta. Mistökin voru að átta sig ekki á því að liðsvaldinu lýkur með skotinu.“ Staðan í einvígi liðanna er nú 2-1 fyrir ÍR sem getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á fimmtudag. Ef KR hefur betur í þeim leik verður oddaleikur næstkomandi laugardag. Hér að neðan má sjá villuna sem Rögnvaldur dæmdi en Kristinn breytti svo í sóknarvillu.Klippa: Villan umdeilda í leik KR og ÍR
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08 Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00 Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15 Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Sjáðu flautukörfu Sigurkarls Sigurkarl Róbert Jóhannesson varð hetja ÍR-inga í framlengingu gegn KR í þriðja leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:08
Borche: Sagði við Sigurkarl að hann myndi fá annað tækifæri síðar | Myndband Sigurkarl Róbert Jóhannesson var hetja ÍR-inga gegn KR í gær. Það eru rétt rúm tvö ár síðan hann klúðraði nákvæmlega eins skoti í úrslitakeppninni gegn Stjörnunni. 30. apríl 2019 13:00
Helgi Már teiknaði lokakerfi KR: „Ég er dálítið hissa“ Leikmaður KR teiknaði leikkerfið sem liðið átti að spila í lokasókn sinni í venjulegum leiktíma gegn ÍR í gær. 30. apríl 2019 14:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 86-89 | Hádramatík er Breiðhyltingar komust aftur yfir Aftur þurfti framlengingu í DHL höllinni til þess að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Vesturbænum í úrslitaeinvígi Domino's deildar karla. 29. apríl 2019 22:15
Borche elskar Bubba Morthens Einn heitasti aðdáandi Bubba Morthens er hinn magnaði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, og það truflar hann ekkert að Bubbi skuli vera KR-ingur og syngi þess utan KR-lagið. 29. apríl 2019 15:00