Katrín ræðir allt frá glæpasögum til Brexit við Sturgeon Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2019 12:07 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag. Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ræða allt frá glæpasögum og Brexit til þróun velsældarþjóðfélags í þriggja daga opinberri heimsókn sinni til Bretlands sem hófst í morgun. Hún fundar með fyrsta ráðherra Skotlands í dag og forsætisráðherra Bretlands á fimmtudag. Katrín og fylgdarlið hennar lentu í Glasgow rétt fyrir klukkan tíu í morgun en framundan er þétt dagskrá í Skotlandi í dag og í fyrramálið áður hún heldur til Lundúna rétt fyrir hádegi á morgun. Hún hittir Nicolu Sturgeon fyrsta ráðherra Skotlands síðar í dag. „Sömuleiðis mun ég funda með tveimur ráðherrum úr hennar heimastjórn og forseta skoska þingsins. Síðan tekur við ráðstefna hér á morgun sem er ein af ástæðunum fyrir því að ég er hér, þar sem við Íslendingar, Skotar, Nýsjálendingar og fleiri þjóðir erum saman í samstarfi um svo kallað velsældarhagkerfi,“ segir Katrín.Framtíðarsýn til velsældar Þar sem þjóðirnar ræði hvernig þær geti lært hver af annarri til að tryggja að stjórn efnahagsmála fari saman með uppbyggingu velferðarkerfisins. „Sömuleiðis standa vörð um umhverfið. Þannig að þetta er auðvitað framtíðarsýn, hvernig við getum haldið á okkar efnahagsmálum í nýjum heimi loftslagsbreytinga og nýrra áskorana á þessu sviði,“ segir forsætisráðherra. Katrín býst við að staða Skota við brotthvarf Bretlands úr Evrópusambandinu verði ofarlega á baugi á fundi hennar síðar í dag með Sturgeon, sem nýlega lýsti yfir að Skotar þyrftu að huga að annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands vegna úrsagnar Bretlands. En Skotar felldu tillögu um sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2014. „Það liggur auðvitað fyrir að þau hafa verið mjög ósátt við niðurstöðurnar þegar Brexit var ákveðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram að Skotar voru ekki á þeim buxunum. Þannig að það er auðvitað eitt af því sem hefur verið mikið til umræðu hérGlæpasögur yfir kvöldverði Nicola Stugeon og Katrín deila líka áhuga sínum á glæpasögum. „Hún býður hér til kvöldverðar með bæði íslenskum og skoskum glæpasagnahöfundum meðal annars. Þar verða Yrsa Sigurðardóttir og Lilja Sigurðardóttir frá Íslandi og skoskir höfundar sem hafa gert garðinn frægan. Þannig að þetta gæti orðið mjög áhugavert,“ sagði Katrín Jakobsdóttir sem talaði frá Glasgow. Hún mun funda með Jeremy Corbyn leiðtoga breska Verkamannaflokksins í Lundúnum á morgun og Theresu May forsætisráðherra á fimmtudag.
Alþingi Brexit Skotland Utanríkismál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira