Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum Sveinn Arnarsson skrifar 30. apríl 2019 06:00 Sjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjótast inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri í mars í fyrra, vopnaður sprautunál og haft í hótunum við ljósmæður sem voru á vakt á sjúkrahúsinu á meðan þær sinntu verðandi mæðrum með sótt. Atvikið var tekið alvarlega af sjúkrahúsinu og aðgangsstýring er nú orðin öflugri. Segir í ákæru að maðurinn hafi brotið rúðu á vesturhlið sjúkrahússins og ruðst inn í húsið í heimildarleysi og unnið miklar skemmdir á innanstokksmunum. Einnig braut hann rúðu á vaktherbergi fæðingardeildarinnar og skemmdi þar tölvubúnað. Á fæðingardeildinni hótaði hann að stinga ljósmæður með sprautunál sem hann hafði meðferðis og sagði sprautuna bera HIV-smit. Krafðist hann þess að ljósmæður létu honum í té morfín af lyfjabirgðum deildarinnar. „Þetta atvik var litið alvarlegum augum hér á sjúkrahúsinu,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir Sjúkrahússins á Akureyri. „Vinna var hafin við aðgangsstýringu að sjúkrahúsinu á þessum tíma og var þeirri vinnu flýtt í kjölfar þessa atviks. Er það gert til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins.“ Sá ákærði var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann framdi þennan verknað. Atvik sem þessi eru afar óalgeng á sjúkrahúsinu og var strax tekið á þessu máli þar sem breytingum var hrundið í framkvæmd. „Sjúkrahúsið á að vera griðastaður þar sem öryggi fólks er tryggt,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það má segja það mildi að enginn hafi beðið skaða af, hvorki skjólstæðingar fæðingardeildarinnar né starfsmenn.“ Málið er einnig litið alvarlegum augum af ákæruvaldinu og er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni líkt og hann hafi ráðist á lögreglumann við embættisstörf. Starfsmenn sjúkrahúsa; hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, njóta verndar líkt og lögreglumenn við störf. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjótast inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri í mars í fyrra, vopnaður sprautunál og haft í hótunum við ljósmæður sem voru á vakt á sjúkrahúsinu á meðan þær sinntu verðandi mæðrum með sótt. Atvikið var tekið alvarlega af sjúkrahúsinu og aðgangsstýring er nú orðin öflugri. Segir í ákæru að maðurinn hafi brotið rúðu á vesturhlið sjúkrahússins og ruðst inn í húsið í heimildarleysi og unnið miklar skemmdir á innanstokksmunum. Einnig braut hann rúðu á vaktherbergi fæðingardeildarinnar og skemmdi þar tölvubúnað. Á fæðingardeildinni hótaði hann að stinga ljósmæður með sprautunál sem hann hafði meðferðis og sagði sprautuna bera HIV-smit. Krafðist hann þess að ljósmæður létu honum í té morfín af lyfjabirgðum deildarinnar. „Þetta atvik var litið alvarlegum augum hér á sjúkrahúsinu,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir Sjúkrahússins á Akureyri. „Vinna var hafin við aðgangsstýringu að sjúkrahúsinu á þessum tíma og var þeirri vinnu flýtt í kjölfar þessa atviks. Er það gert til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins.“ Sá ákærði var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann framdi þennan verknað. Atvik sem þessi eru afar óalgeng á sjúkrahúsinu og var strax tekið á þessu máli þar sem breytingum var hrundið í framkvæmd. „Sjúkrahúsið á að vera griðastaður þar sem öryggi fólks er tryggt,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það má segja það mildi að enginn hafi beðið skaða af, hvorki skjólstæðingar fæðingardeildarinnar né starfsmenn.“ Málið er einnig litið alvarlegum augum af ákæruvaldinu og er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni líkt og hann hafi ráðist á lögreglumann við embættisstörf. Starfsmenn sjúkrahúsa; hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, njóta verndar líkt og lögreglumenn við störf.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira