Tíu sinnum líklegra að íbúar á hættusvæði C deyi í snjóflóði en í bílslysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. maí 2019 19:45 Mynd sem Lögreglan á Vestfjörðum birti fyrr í vetur eftir að snjóflóð féll á Flateyrarveg á Vestfjörðum. Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“ Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C. Frá aldamótunum 1900 hafa 210 menn farist í ofanflóðum á Íslandi. Auk þess að forða manntjóni segir sérfræðingur það geta sparað ríkinu milljarða króna að setja upp varnir áður en slysin gerist. Síðan 1997 hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Búið er að byggja upp tæplega helming þeirra varna sem þörf er á samkvæmt áhættumati. Sérfræðingar og forsvarsmenn sveitarfélaga hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030. „Það eru nægir fjármunir tiltækir til þess að ljúka þessu verkefni að mestu leyti en menn hafa verið á bremsunni í sambandi við fjárveitingarnar úr sjóðnum í allmörg ár,“ segir Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, og vísar hann þar til Ofanflóðasjóðs. Í sjóðnum séu nú um 16 milljarðar en áætlað sé að það muni kosta um 19 milljarða að ljúka verkinu.Sjá einnig: 171 hús enn í snjóflóðahættuSvæði eru flokkuð eftir hættustigum og er hættan mest á svokölluðum C-svæðum. Alls eru um 230 íbúðir um landið á hættusvæði C. Þar af hefjast framkvæmdir við eitt verkefni í Neskaupstað í sumar, en þar standa 60 hús á hættusvæði C. Framkvæmdir þar munu taka um þrjú ár, þar til svæðið verður varið að fullu. Eftir standa þá um 170 íbúðir, um 35% þeirra á eru á Vestfjörðum, 10% á Norðurlandi og 55% á Austurlandi. Þá eru ótalin A og B-svæði þar sem hættan er minni.Tómas Jóhannesson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og sérfræðingur í ofanflóðum.Vísir/Baldur„Þegar saman er talið á öllum þessum svæðum þá eru þetta hundruð íbúða,“ segir Tómas. Slys af völdum ofanflóða hafa nokkra sérstöðu samanborið við aðrar náttúruhamfarir hér á landi að því leyti að þau hafa kostað miklu fleiri mannslíf. Frá aldamótunum 1900 hafa tveir farist í eldgosum, einn af völdum jarðskjálfta og einn af völdum vatsflóða. 210 hafa aftur á móti týnt lífi í snjóflóðum eða skriðuföllum. Auk þess að geta bjargað mannslífum segir Tómas það geta sparað ríkinu milljarða að setja upp varnir áður en slysin gerast. Það hafi sýnt sig að þær varnir sem fyrir eru hafi sannað gildi sitt. „Við erum með mjög marga staði og ef að mjög mörg ár líða þá vex þessi hætta náttúrlega á því að á einhverjum þessara staða verði slys,“ segir Tómas. „Þetta er svipað og með öryggisbeltin. Til þess að forðast slys þá verðum við að spenna þau alltaf þegar við keyrum, þó það sé í rauninni mjög ólíklegt að það verði slys í einhverjum tilteknum bíltúr sem við förum í.“
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Súðavík Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira