Drengurinn kom í heiminn á mánudag. Í samtali við fjölmiðla í dag lýsti Meghan honum sem mjög skapgóðum og rólegum.

Hjónin sögðu að drengurinn myndi hitta langömmu sína, Elísabetu Englandsdrottningu, síðar í dag en nýi prinsinn er sá sjöundi í röðinni til að erfa krúnuna.
Meghan var spurð út í fyrstu daga sína sem foreldri og hvernig þeir væru.
„Þetta er töfrum líkast og frekar yndislegt. Ég á tvo bestu strákana í öllum heiminum svo ég er mjög hamingjusöm,“ sagði hún.
Harry bætti því við að þetta væri frábært og það væri dásamlegt að vera foreldri.
„Það eru bara liðnir tveir og hálfur, þrír dagar, en við erum bara svo ánægð með litla gleðigjafann okkar,“ sagði Harry.
The Duchess of Sussex has said she has "the two best guys in the world" as she and Prince Harry introduced their firstborn child to the world.
Read more about the #RoyalBaby here: https://t.co/ViY3nYCNjypic.twitter.com/8AIJFnojWn
— Sky News (@SkyNews) May 8, 2019