Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 11:46 Leiðtogar þeirra sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu brostu fyrir myndavélarnar. Þeir gátu þó ekki komið sér saman um yfirlýsingu vegna andstöðu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira
Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Sjá meira