Safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2019 10:36 Hljómsveitin Hatari flytur framlag Íslands í Eurovision í ár. Mynd/Rúv Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga. Gefinn hefur verið út spurningalisti sem safnið hvetur landsmenn eindregið til að svara en spurningarnar lúta m.a. að sjónvarpsútsendingunni sjálfri, Eurovision-partíum og skreytingum. „Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlegan sið. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni,“ segir í tilkynningu um upplýsingasöfnunina á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrst og fremst leitar safnið eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Þá sé spurningaskráin jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann. Á meðal þess sem Þjóðminjasafnið fýsir að vita um Eurovision-hefðir landsmanna lýtur að áhorfi fyrir keppnina, hvort Íslendingar kynni sér hana vel áður en hún fer fram, hvort haldin séu sérstök Eurovision-partí á heimilinu, hvort farið sé í leiki og hvernig matur sé á boðstólnum á aðalkvöldinu.Hér má nálgast Eurovision-spurningalistann á pdf-formi og hér má finna rafræna spurningaskrá á sarpur.is. Og hér að neðan má sjá íslenska framlag keppninnar í ár, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara. Sveitin stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undankvöldi Eurovision eftir slétta viku, þann 14. maí. Eurovision Tengdar fréttir Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20 Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Þjóðminjasafn Íslands leitar eftir aðstoð almennings við að safna upplýsingum um Eurovision-hefðir Íslendinga. Gefinn hefur verið út spurningalisti sem safnið hvetur landsmenn eindregið til að svara en spurningarnar lúta m.a. að sjónvarpsútsendingunni sjálfri, Eurovision-partíum og skreytingum. „Óhætt er að segja að í tengslum við keppnina hafi orðið til siðir og hátíðahöld sem skilgreina má sem nýlegan sið. Söngvakeppnin hefur sameinað þjóðina fyrir framan sjónvarpstækin ár eftir ár og mikil stemming myndast í kringum hana. Hins vegar hefur ekki verið mikið rannsakað hér á landi hvernig menn gera sér glaðan dag í tilefni af keppninni,“ segir í tilkynningu um upplýsingasöfnunina á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrst og fremst leitar safnið eftir frásögnum fólks af eigin reynslu. Þá sé spurningaskráin jafnframt liður í þeirri starfsemi Þjóðminjasafnsins að safna upplýsingum um samtímann. Á meðal þess sem Þjóðminjasafnið fýsir að vita um Eurovision-hefðir landsmanna lýtur að áhorfi fyrir keppnina, hvort Íslendingar kynni sér hana vel áður en hún fer fram, hvort haldin séu sérstök Eurovision-partí á heimilinu, hvort farið sé í leiki og hvernig matur sé á boðstólnum á aðalkvöldinu.Hér má nálgast Eurovision-spurningalistann á pdf-formi og hér má finna rafræna spurningaskrá á sarpur.is. Og hér að neðan má sjá íslenska framlag keppninnar í ár, Hatrið mun sigra í flutningi Hatara. Sveitin stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undankvöldi Eurovision eftir slétta viku, þann 14. maí.
Eurovision Tengdar fréttir Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20 Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Söngvarar Hatara segja aðskilnaðarstefnuna í Ísrael auðsjáanlega Hataramenn segjast sannfærðir um að þeir geti notfært sér dagskrárvaldið sem fylgir þátttöku í Eurovision til þess að beina sjónum heimsins að ástandinu í Ísrael og Palestínu. 6. maí 2019 19:20
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Eurovision-sviðið í Ísrael minna en Hatarar segjast hafa búist við Sviðið í Expo-höllinni í Tel Avív var minna en Hatari bjóst við eftir fyrstu æfingu sem fram fór í fyrradag. 7. maí 2019 06:15