Svipur Hatara á útleið en óvíst hvað kemur í staðinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. maí 2019 17:33 Hatari æfði á sviðinu og sat svo fyrir svörum í gær. Mynd/Eurovison Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný. Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Svipurnar sem trommuleikari fjöllistahópsins og hljómsveitarinnar Hatara notaðist við á fyrstu æfingu sveitarinnar á stóra Eurovision-sviðinu í Tel Aviv eru á útleið, í það minnsta í bili. Þetta staðfesti Felix Bergsson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins, í samtali við Vísi í dag. Eins og Vísir hefur áður greint frá sakna ýmsir Eurovision-sérfræðingar sleggjunnar sem Einar Stefánsson, trommari sveitarinnar, hefur hingað til sveiflað til og frá í föstum takti við lagið „Hatrið mun sigra,“ sem er framlag Íslendinga til Eurovision í ár.Svipurnar komu fram á sjónarsviðið á æfingu gærdagsins. Nú gætu þær verið á útleið.EurovisionÞegar blaðamaður náði tali af Felix til þess að spyrjast fyrir um örlög sleggjunnar góðu sagði hann hana ekki vera með í för. „Hún kom ekki með, það eru nýjar hugmyndir. Við náttúrulega breyttum sviðsmyndinni og þá var ákveðið að vera með þessar svipur í staðinn." Hann segir fráhvarf sleggjunnar vera listræna ákvörðun Hatara og íslenska hópsins og tekur fyrir að stjórn Eurovision hafi haft nokkuð með sleggjuleysið. Hann segir þó líklegt að svipurnar fái að fjúka fyrir næstu æfingu sveitarinnar á stóra sviðinu, sem fram fer á fimmtudaginn. „Ég held að ég geti fullyrt að svipurnar séu á leiðinni út og að þið munuð sjá eitthvað allt annað á æfingunni á fimmtudaginn,“ segir Felix sem vildi lítið gefa upp um hvað kæmi í staðinn. Vildi hann ekki staðfesta hvort örvæntingarfullir aðdáendur sleggjunnar mættu eiga von á að sjá hana á ný.
Eurovision Tengdar fréttir Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30 Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15 Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Sjá meira
Tæplega níutíu prósent líkur á því að Hatari fari áfram Hatari kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí og flytur lagið Hatrið mun sigra. 6. maí 2019 14:30
Hótanir gegn Eurovision Samtök herskárra íslamista úr röðum Palestínumann hefur í tilkynningu hótað Eurovision-söngvakeppninni að sögn Jerusalem Post. 6. maí 2019 07:15
Eurovision-fræðingar sakna sleggjunnar: „Mér finnst þetta kjánalegt“ Trommari Hatara hefur tekið sér svipur í hönd í stað sleggjunnar sem vakti athygli margra. 6. maí 2019 11:45