Hélt að góðum stelpum væri ekki nauðgað Stefán Árni Pálsson skrifar 3. maí 2019 10:30 Harpa Dögg opnaði sig um nauðgun sem átti sér stað 14.desember fyrir rúmlega þremur árum. Þegar Harpa Dögg Grímsdóttir var fimmtán ára var henni nauðgað af nítján ára manni sem hún taldi vera vin sinn. Í langan tíma kenndi hún sjálfri sér um vegna þess að hún hafði boðið honum heim. Loksins sagði hún frá, kærði manninn og þó svo hún hafi ekki hugmynd hvernig málið muni fara, vill hún ekki sjá eftir því í framtíðinni að hafa ekki gert allt sem hún gat til að réttlætið næði fram að ganga. Þrjú ár eru liðin frá nauðguninni og hún vill hvetja aðra sem lenda í því sama að stíga fram, leita sér hjálpar og kæra gerendurna en rætt var við Hörpu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var fimmtán ára að læra undir stærðfræðipróf heima hjá mér þegar ég fæ skilaboð um að vinur minn sé kominn í minn heimabæ, en hann býr ekki þar. Ég ákvað að hunsa þetta og einbeita mér að því að læra undir mitt stærðfræðipróf,“ segir Harpa Dögg.Byrjar að fara inn á mig „Ég fæ síðan skilaboð um það hvort hann geti hitt mig þar sem honum liði ekki nægilega vel. Ég segi bara ekkert mál, þú getur komið,“ segir Harpa Dögg og í kjölfarið kemur maðurinn í heimsókn. „Við spjöllum bara og ég er alltaf að bíða eftir því að hann komi sér að efninu og að hann myndi segja eitthvað, en þetta var allt bara tilgangslaust spjall. Svo byrjar hann að fara inn á mig,“ segir Harpa og brotnaði þarna niður í viðtalinu.Harpa sagði fyrst systur sinni frá.„Og ég spyr hann hvað hann sé að gera og þá fæ ég til baka glott og þá bara frís ég og gat ekkert gert. Svo byrjar hann að klæða mig úr og ég gat ekki ýtt honum í burtu og ég gat ekki gert neitt. Svo bara fannst mér eins og ég hafi farið út úr líkama mínum og svo bara þvingaði hann sér inn í mig. Svo einhvern veginn var þetta bara búið og ég vissi ekki hvað hefði gerst.“ Harpa segir að maðurinn hafi verið lengi að koma sér út og hún hafi lengi reynt að fá hann til að fara. „Svo þegar hann fór, ég man ekki neitt eftir því og var bara í einhverju blackouti. Svo þegar ég mæti í skólann daginn eftir vissu allir krakkarnir að hann hefði verið heima hjá mér. Þau héldu öll að hann hafi verið þarna með mínu samþykki og ég bara spilaði með, því ég vissi ekki að þetta væri rangt,“ segir Harpa sem kenndi sjálfri sér um. Orðrómurinn um að þau hefðu verið saman fór um allan skólann. Hún vildi segja frá nauðguninni en þorði það ekki. Bæði vegna þess að hún var hrædd um að fólk myndi ekki trúa henni en líka vegna þess að hún var hrædd við viðbrögð foreldra sinna. Nauðgunin átti sér stað 14. desember fyrir þremur árum og eftir áramót var hún orðin máttlaus af hræðslu og sorg. „Ég var þannig séð ekkert búin að sofa og ef ég sofnaði vaknaði ég alltaf upp eins og ég næði ekki andanum. Þetta var rosalega mikið, ég bauð honum heim, ég sagði að hann mætti koma,“ segir Harpa en svona gekk þetta þar til að hún var ein eftir í tíma með kennara sínum.Harpa fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni.„Ég ákvað að spyrja hana hvort ég megi tala við hana. Við förum saman í aðra skólastofu og ég gat ekki sagt neitt, ég bara grét. Ég sagði að vinur minn hefði komið og þetta hafi gerst og ég hefði ekki viljað það. Þetta var á föstudegi og hún sagði að við myndum gefa okkur helgina til að segja mömmu og pabba. Það sem hún sagði sem hjálpaði mér mjög mikið er að þau væru ekki að fara skamma mig.“Skömmuðu mig ekki Hún valdi þó að segja systur sinni frá fyrst svo hún gæti hjálpað henni að tala við foreldra þeirra. Um kvöldið settust þær systur niður með foreldrum sínum og sögðu alla söguna. „Þau skömmuðu mig ekki,“ segir Harpa en við tóku erfiðir tímar. Til að fá sálfræðihjálp þurftu hún að kæra glæpinn. „Þá fór ég í baklás því ég vildi ekki að einhver annar myndi vita þetta. Mér fannst þetta vera feill hjá mér. Svona hlutir gerast ekki fyrir stelpur sem er góð. Ég hlýt að hafa gert eitthvað rangt til að verðskulda þetta,“ segir Harpa en það tók um eitt ár fyrir hana að átta sig á því að þetta væri ekki henni að kenna. Nauðgunin var kærð og þá fékk Harpa að hitta sálfræðing. Á þessum tímapunkti var hún á því að það myndi engu máli skipta að kæra. „Það gengur ekkert, það virkar ekkert og alltaf bara fellt niður. Ég veit ekki einu sinni ennþá hvort þetta verði dómsmál,“ segir Harpa sem hefur hitt gerandann eftir nauðgunina. „Hann kom í vinnuna til mín, þá var ég að vinna á hóteli, og ég fæ aftur sama glottið. Ég næ að halda andliti inn í eldhús en svo bara missti ég það,“ segir Harpa og bætir við að hún hafi fengið taugaáfall. Harpa segir að hún sé ekki fyrsta fórnarlamb mannsins og hann hafi nauðgað áður. Hún megi ekki segja nafnið hans því ef hann verði ekki sakfelldur gæti hún átt meiðyrðamál í vændum. „Hann er ennþá að lifa sínu lífi í dag eins og ekkert hafi skeð.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þegar Harpa Dögg Grímsdóttir var fimmtán ára var henni nauðgað af nítján ára manni sem hún taldi vera vin sinn. Í langan tíma kenndi hún sjálfri sér um vegna þess að hún hafði boðið honum heim. Loksins sagði hún frá, kærði manninn og þó svo hún hafi ekki hugmynd hvernig málið muni fara, vill hún ekki sjá eftir því í framtíðinni að hafa ekki gert allt sem hún gat til að réttlætið næði fram að ganga. Þrjú ár eru liðin frá nauðguninni og hún vill hvetja aðra sem lenda í því sama að stíga fram, leita sér hjálpar og kæra gerendurna en rætt var við Hörpu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Ég var fimmtán ára að læra undir stærðfræðipróf heima hjá mér þegar ég fæ skilaboð um að vinur minn sé kominn í minn heimabæ, en hann býr ekki þar. Ég ákvað að hunsa þetta og einbeita mér að því að læra undir mitt stærðfræðipróf,“ segir Harpa Dögg.Byrjar að fara inn á mig „Ég fæ síðan skilaboð um það hvort hann geti hitt mig þar sem honum liði ekki nægilega vel. Ég segi bara ekkert mál, þú getur komið,“ segir Harpa Dögg og í kjölfarið kemur maðurinn í heimsókn. „Við spjöllum bara og ég er alltaf að bíða eftir því að hann komi sér að efninu og að hann myndi segja eitthvað, en þetta var allt bara tilgangslaust spjall. Svo byrjar hann að fara inn á mig,“ segir Harpa og brotnaði þarna niður í viðtalinu.Harpa sagði fyrst systur sinni frá.„Og ég spyr hann hvað hann sé að gera og þá fæ ég til baka glott og þá bara frís ég og gat ekkert gert. Svo byrjar hann að klæða mig úr og ég gat ekki ýtt honum í burtu og ég gat ekki gert neitt. Svo bara fannst mér eins og ég hafi farið út úr líkama mínum og svo bara þvingaði hann sér inn í mig. Svo einhvern veginn var þetta bara búið og ég vissi ekki hvað hefði gerst.“ Harpa segir að maðurinn hafi verið lengi að koma sér út og hún hafi lengi reynt að fá hann til að fara. „Svo þegar hann fór, ég man ekki neitt eftir því og var bara í einhverju blackouti. Svo þegar ég mæti í skólann daginn eftir vissu allir krakkarnir að hann hefði verið heima hjá mér. Þau héldu öll að hann hafi verið þarna með mínu samþykki og ég bara spilaði með, því ég vissi ekki að þetta væri rangt,“ segir Harpa sem kenndi sjálfri sér um. Orðrómurinn um að þau hefðu verið saman fór um allan skólann. Hún vildi segja frá nauðguninni en þorði það ekki. Bæði vegna þess að hún var hrædd um að fólk myndi ekki trúa henni en líka vegna þess að hún var hrædd við viðbrögð foreldra sinna. Nauðgunin átti sér stað 14. desember fyrir þremur árum og eftir áramót var hún orðin máttlaus af hræðslu og sorg. „Ég var þannig séð ekkert búin að sofa og ef ég sofnaði vaknaði ég alltaf upp eins og ég næði ekki andanum. Þetta var rosalega mikið, ég bauð honum heim, ég sagði að hann mætti koma,“ segir Harpa en svona gekk þetta þar til að hún var ein eftir í tíma með kennara sínum.Harpa fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni.„Ég ákvað að spyrja hana hvort ég megi tala við hana. Við förum saman í aðra skólastofu og ég gat ekki sagt neitt, ég bara grét. Ég sagði að vinur minn hefði komið og þetta hafi gerst og ég hefði ekki viljað það. Þetta var á föstudegi og hún sagði að við myndum gefa okkur helgina til að segja mömmu og pabba. Það sem hún sagði sem hjálpaði mér mjög mikið er að þau væru ekki að fara skamma mig.“Skömmuðu mig ekki Hún valdi þó að segja systur sinni frá fyrst svo hún gæti hjálpað henni að tala við foreldra þeirra. Um kvöldið settust þær systur niður með foreldrum sínum og sögðu alla söguna. „Þau skömmuðu mig ekki,“ segir Harpa en við tóku erfiðir tímar. Til að fá sálfræðihjálp þurftu hún að kæra glæpinn. „Þá fór ég í baklás því ég vildi ekki að einhver annar myndi vita þetta. Mér fannst þetta vera feill hjá mér. Svona hlutir gerast ekki fyrir stelpur sem er góð. Ég hlýt að hafa gert eitthvað rangt til að verðskulda þetta,“ segir Harpa en það tók um eitt ár fyrir hana að átta sig á því að þetta væri ekki henni að kenna. Nauðgunin var kærð og þá fékk Harpa að hitta sálfræðing. Á þessum tímapunkti var hún á því að það myndi engu máli skipta að kæra. „Það gengur ekkert, það virkar ekkert og alltaf bara fellt niður. Ég veit ekki einu sinni ennþá hvort þetta verði dómsmál,“ segir Harpa sem hefur hitt gerandann eftir nauðgunina. „Hann kom í vinnuna til mín, þá var ég að vinna á hóteli, og ég fæ aftur sama glottið. Ég næ að halda andliti inn í eldhús en svo bara missti ég það,“ segir Harpa og bætir við að hún hafi fengið taugaáfall. Harpa segir að hún sé ekki fyrsta fórnarlamb mannsins og hann hafi nauðgað áður. Hún megi ekki segja nafnið hans því ef hann verði ekki sakfelldur gæti hún átt meiðyrðamál í vændum. „Hann er ennþá að lifa sínu lífi í dag eins og ekkert hafi skeð.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Ísland í dag Kynferðisofbeldi Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira