Allir kennarar Flórída geta nú borið vopn Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2019 14:01 Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Vísir/Getty Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Fleiri kennarar í Flórída munu nú mega vera vopnaðir í tímum. Þing ríkisins samþykkti í gær lög þess eðlis og er þeim ætlað að koma í veg fyrir eða draga úr mannskæðum skotárásum í skólum Flórída. Frumvarpið, sem bætir í raun við annað frumvarp, var lagt fram í kjölfar þess að 17 voru skotnir til bana og 17 særðir í febrúar í fyrra. Árásin átti sér stað í Parkland. Gömlu lögin sögðu að einungis kennarar með önnur hlutverk, eins og íþróttaþjálfarar, mættu bera vopn. Nú munu allir kennarar sem sækja um bera vopn. 65 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu og 47 greiddu atkvæði gegn því í gær. Búist er við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, muni skrifa undir lögin. Til þess að mega bera vopn í skólum munu kennarar þurfa að sækja 144 klukkustunda námskeið, sæta geðmati og fara í lyfjapróf. Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum og Donald Trump, forseti, hafa haldið því fram að vopnaðir kennarar séu besta mögulega vörnin gegn skotárásum. „Þetta gerir góðu fólki kleift að stöðva slæmt fólk. Vonda fólkið munu aldrei vita hvenær góða fólkið er til staðar til að skjóta á móti,“ sagði þingmaðurinn Chuck Brannan við AP fréttaveituna. Hann bætti við að nú væri kennarar orðnir síðasta vörnin. Þeir yrðu til staðar þegar lögregluþjónar væru það ekki.Segja fleiri vopn ekki lausnina Gagnrýnendur segja hins vegar að svarið við skotárásum í skólum sé ekki að fjölga skotvopnum í skólum. Samtök kennarar voru mjög andvíg lögunum og skólayfirvöld í flestum sýslum Flórída hafa kosið að gera kennurum sínum ekki kleift að bera vopn, samkvæmt AP fréttaveitunni.Reuters segir hins vegar að starfsmenn 40 af 67 skólaumdæmum Flórída hafi þegar sótt um aðgang að námskeiðum og hafið umsókn um að mega bera vopn og er það haft eftir forseta þingsins, sem er Repúblikani.Gregory Tony, fógeti Browarsýslu, sem ráðinn var í kjölfar árásarinnar í Parkland, sendir bréf á skólayfirvöld í sýslunni í gær þar sem hann sagðist mótfallinn því að kennarar bæru vopn. „Þessi áætlun myndi ógna nemendum, kennurum og viðbragðsaðilum þegar við ættum að einbeita okkur að því að tryggja öryggi barna okkar og að gera skóla staði þar sem börnum finnst þau örugg,“ sagði hann. Tony sagði einnig að kennarar störfuðu við að mennta börn. Ekki sinna öryggisgæslu. Þá eru uppi áhyggjur um voðaskot, fordóma og það að lögregluþjónar gætu skotið vopnaða kennara fyrir slysni. Nýju lögin fjalla einnig um að byssukaupendum verði gert að bíða í þrjá daga eftir því að þeir fái byssur sem þeir hafa keypt. Þar að auki verður lágmarksaldur til að kaupa riffla hækkaður úr 18 í 21.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira