Gyðingar fari huldu höfði á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 09:00 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi BEREL PEWZNER Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi, að mati ræðismanns Ísraels á Íslandi. Annars vegar að Gyðingar hafi lengi verið án trúarleiðtoga á Íslandi, sem breyttist á síðasta ári með komu fyrsta rabbínans sem hér hefur fasta búsetu. Hin ástæðan er að Ísland er alræmt fyrir andstöðu sína við Ísraelsríki, fyrir vikið vilji íslenskir gyðingar fara huldu höfði hér á landi. Fjallað var um stöðu gyðingdómsins á Íslandi á vef Ozy í gær. Þar segir meðal annars að erfitt sé að áætla fjölda gyðinga á Íslandi, en talið er að þeir geti verið á bilinu núll og upp í nokkur hundruð. „Ástæðan fyrir hinu nákvæma núlli er nokkuð einföld: Stjórnvöld á Íslandi viðurkenna ekki gyðingdóm sem trúarbrögð hvorki lagalega né opinberlega.“ Fjöldi gyðinga í þjóðskrá sé því eðli máls samkvæmt núll, en gyðingar hér á landi eru flestir sagðir skrá sig utan trúfélaga. Það hefur því verið í verkahring fyrsta rabbínans með fasta búsetu á Íslandi, Avi Feldman, að breyta því. Allt frá því að hann kom hingað til lands með fjölskyldu sinni í fyrra hefur hann unnið að því að gera gyðingdóm að möguleika við trúfélagsskráninguna í Þjóðskrá, ferli sem sagt er einkennast af skrifræði og fjölda lagalegra hindrana.Hæstarréttarlögmaðurinn Páll Arnór Pálsson hefur verið rabbínanum til aðstoðar, en Páll er ræðismaður Ísrael á Íslandi. Aðspurður um hvers vegna Gyðingar á Íslandi hafi ekki lagt í skráningarferlið til þessa telur Páll að fyrir því séu fyrrnefndu ástæðurnar tvær: Íslenskir gyðingar hafi verið leiðtogalausir auk þess sem Ísland sé talið hafa horn í síðu Ísraelsríkis. Í umfjöllun Ozy er þessi andstaða sett í samhengi við Eurovision, sem fram fer í Tel Aviv eftir tæplega tvær vikur. Fulltrúar Íslands hafa boðað gjörning gegn Ísrael, auk þess sem þúsundir Íslendinga kröfðust þess að keppnin yrði sniðgengin með öllu. Þá er sérstaklega minnst á ummæli Páls Óskars Hjálmtýssonar, sem hann lét falla um Gyðinga og Ísrael í upphafi febrúar. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar og bætti við að gyðingar væru orðnir eins og sinn „ógeðslegasti óvinur“ í stað þess að læra af sögunni. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“ Bæði Páll og Feldman eru þó vongóðir á að trúfélagsskráningin muni ganga í gegn fljótlega, líklega á næstu 12 mánuðum. Þá verði í fyrsta sinn hægt að fá nákvæmari upplýsingar um fjölda íslenskra gyðinga. Feldman vinnur auk þess að því að koma á laggirnar fyrstu sýnagógunni á Íslandi, eins og Vísir greindi frá í fyrra. Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Trúmál Tengdar fréttir Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38 Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi. 8. maí 2018 06:00 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Það eru einna helst tvær ástæður fyrir því að gyðingdómur er ekki með formlega trúfélagsskráningu á Íslandi, að mati ræðismanns Ísraels á Íslandi. Annars vegar að Gyðingar hafi lengi verið án trúarleiðtoga á Íslandi, sem breyttist á síðasta ári með komu fyrsta rabbínans sem hér hefur fasta búsetu. Hin ástæðan er að Ísland er alræmt fyrir andstöðu sína við Ísraelsríki, fyrir vikið vilji íslenskir gyðingar fara huldu höfði hér á landi. Fjallað var um stöðu gyðingdómsins á Íslandi á vef Ozy í gær. Þar segir meðal annars að erfitt sé að áætla fjölda gyðinga á Íslandi, en talið er að þeir geti verið á bilinu núll og upp í nokkur hundruð. „Ástæðan fyrir hinu nákvæma núlli er nokkuð einföld: Stjórnvöld á Íslandi viðurkenna ekki gyðingdóm sem trúarbrögð hvorki lagalega né opinberlega.“ Fjöldi gyðinga í þjóðskrá sé því eðli máls samkvæmt núll, en gyðingar hér á landi eru flestir sagðir skrá sig utan trúfélaga. Það hefur því verið í verkahring fyrsta rabbínans með fasta búsetu á Íslandi, Avi Feldman, að breyta því. Allt frá því að hann kom hingað til lands með fjölskyldu sinni í fyrra hefur hann unnið að því að gera gyðingdóm að möguleika við trúfélagsskráninguna í Þjóðskrá, ferli sem sagt er einkennast af skrifræði og fjölda lagalegra hindrana.Hæstarréttarlögmaðurinn Páll Arnór Pálsson hefur verið rabbínanum til aðstoðar, en Páll er ræðismaður Ísrael á Íslandi. Aðspurður um hvers vegna Gyðingar á Íslandi hafi ekki lagt í skráningarferlið til þessa telur Páll að fyrir því séu fyrrnefndu ástæðurnar tvær: Íslenskir gyðingar hafi verið leiðtogalausir auk þess sem Ísland sé talið hafa horn í síðu Ísraelsríkis. Í umfjöllun Ozy er þessi andstaða sett í samhengi við Eurovision, sem fram fer í Tel Aviv eftir tæplega tvær vikur. Fulltrúar Íslands hafa boðað gjörning gegn Ísrael, auk þess sem þúsundir Íslendinga kröfðust þess að keppnin yrði sniðgengin með öllu. Þá er sérstaklega minnst á ummæli Páls Óskars Hjálmtýssonar, sem hann lét falla um Gyðinga og Ísrael í upphafi febrúar. „Ástæðan fyrir því að restin af Evrópu þegir þunnu hljóði er sú að gyðingar eru búnir að sauma sig inn í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma. Það er alls ekki hip og kúl að vera „pro-Palestína“ í Bretlandi,“ sagði Páll Óskar og bætti við að gyðingar væru orðnir eins og sinn „ógeðslegasti óvinur“ í stað þess að læra af sögunni. „Tragedían er sú að gyðingar lærðu ekki neitt af Helförinni. Í staðinn umbreyttust þeir í nákvæma afsteypu af sínum ógeðslegasta óvini.“ Bæði Páll og Feldman eru þó vongóðir á að trúfélagsskráningin muni ganga í gegn fljótlega, líklega á næstu 12 mánuðum. Þá verði í fyrsta sinn hægt að fá nákvæmari upplýsingar um fjölda íslenskra gyðinga. Feldman vinnur auk þess að því að koma á laggirnar fyrstu sýnagógunni á Íslandi, eins og Vísir greindi frá í fyrra. Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína.
Trúmál Tengdar fréttir Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38 Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi. 8. maí 2018 06:00 Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Fyrsti rabbíninn á Íslandi fagnar frávísun umskurðarfrumvarpsins Avi Feldman, fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi, fagnar því að umskurðarfrumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur hafi verið vísað til ríkisstjórnar og hljóti því ekki afgreiðslu fyrir þinglok. 1. maí 2018 10:38
Rabbíni hópfjármagnar flutning sinn til Íslands Sex milljónir söfnuðust á hálfum sólarhring til að fyrsti rabbíninn geti flutt með fjölskylduna til Íslands á sunnudag. Stefnt er að opnun fyrstu sýnagógunnar hér á landi. Rabbíninn hyggst beita sér gegn umskurðarfrumvarpi á Alþingi. 8. maí 2018 06:00
Ummæli Páls Óskars um gyðinga og Helförina vekja undrun og furðu Ummæli tónlistarmannsins Páls Óskars Hjálmtýssonar um að gyðingar hafi ekki lært neitt af Helförinni og að þeir hafi saumað sig "í Evrópu á mjög lúmskan hátt á mjög löngum tíma“ hafa vakið bæðu undrun og furðu á samfélagsmiðlum. 5. febrúar 2019 14:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent