Hinn 71 árs gamli Schwarzenegger var viðstaddur íþróttaviðburð í sínu nafni, Arnold Classic Africa, þegar karlmaður stökk aftan að honum og sparkaði í hann. Árásarmaðurinn var tekinn fastur í kjölfarið og færður lögreglu.
Í tísti sem Schwarzenegger sendi frá sér í dag segir hann marga hafa velt því fyrir sér hvort hann hyggist leggja fram kæru á hendur árásarmanninum. Svo sé ekki.
Update: A lot of you have asked, but I’m not pressing charges. I hope this was a wake-up call, and he gets his life on the right track. But I’m moving on and I’d rather focus on the thousands of great athletes I met at @ArnoldSports Africa.
— Arnold (@Schwarzenegger) May 19, 2019
„Ég vona að hann komist á rétta braut í lífinu. Ég ætla að halda áfram og einbeita mér að þeim þúsundum frábærra íþróttamanna sem ég hitti á Arnold Sports í Afríku.“
Arnold Classic Africa er íþróttaviðburður sem haldinn er í maí á hverju ári. Þar taka þúsundir íþróttafólks þátt í hinum ýmsu íþróttum, allt frá vaxtarrækt til bardagaíþrótta.