Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 19:07 Meðal annars verður hægt að veðja á afdrif Daenerys. Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál. Game of Thrones Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál.
Game of Thrones Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira