Bjóða fólki að veðja á lokaþátt Game of Thrones Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. maí 2019 19:07 Meðal annars verður hægt að veðja á afdrif Daenerys. Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál. Game of Thrones Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Veðmálaþjónustan Betsson hefur ákveðið að bjóða notendum sínum upp á þann möguleika að veðja á lokaþátt Game of Thrones. Þátturinn verður sýndur klukkan eitt í nótt á Stöð 2.Þeim sem ekki hafa lokið við alla þætti GOT, að þeim síðasta undanskildum, er ráðlagt að lesa ekki lengra. Eðli málsins samkvæmt inniheldur þessi frétt spennuspilla sem kunna að draga úr þeirri ánægju sem fæst við áhorf á þættina.Þrenns konar markaðir eru í boði hjá Betsson þegar kemur að lokaþættinum. Hægt verður að veðja á hver mun standa uppi sem konungur Westeros, hver kemur til með að deyja fyrst í þættinum og hver mun eiga lokaorð þáttanna. Eðli málsins samkvæmt eru stuðlarnir á hvert atriði misháir eftir því hvað veðmálafyrirtækin telja líklegast. Þannig er stuðullinn á því að Bran Stark muni fara með völdin í Westeros aðeins 1.20. Veðji einhver á það fær sá hinn sami 120% af veðmálsupphæðinni til baka. Stuðullinn á því að Hot Pie, sem gegnt hefur heldur minna hlutverki en margir í þáttunum, standi uppi sem konungur er þannig 201. Alla veðmálamöguleika og stuðla má sjá hér. Martin Steen, markaðsstjóri Betsson, segir veðmálið að mörgu leyti óvenjulegt. Til þess að veðmál geti átt sér stað má niðurstaða þeirra ekki liggja fyrir áður en veðjað er. Auk þess verði þau að hafa óvéfengjanlega niðurstöðu og skýr tímamörk. Eins og flestum aðdáendum Game of Thrones ætti að vera ljóst lýkur þáttunum í kvöld og niðurstaðan því ljós innan nokkurra klukkustunda. Það er þó einnig alveg ljóst að einhverjir, það eru framleiðendur þáttanna, vita hvernig fer. Mikil leynd hefur þó ríkt yfir afdrifum þeirra sögupersóna sem eftir lifa og vel gætt að því að engir spillar leki úr herbúðum Game of Thrones. Betsson hefur því lagt traust sitt á þagnareið þeirra sem að gerð þáttanna koma og treyst sér til að bjóða upp á þetta óvenjulega veðmál.
Game of Thrones Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira