Komin þreyta í íslenska hópinn Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 18:30 Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“ Eurovision Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“
Eurovision Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira