„I remember you from previous Eurovisions“ Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 15:30 Jóhannes Haukur mun vafalítið standa sig vel á skjánum í kvöld. fbl/anton brink Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld. Eurovision Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson kynnir stigin frá Íslandi í Eurovision í kvöld. Lokaæfing fyrir kvöldið stendur yfir og nú er verið að æfa stigagjöfina. Þá birtast kynnarnir í öllum löndunum 41 og kynna hvaða þjóð fær tólf stig. Leikarinn góðkunni birtist í bláum stuttermabol með Hörpu í baksýn og bauð gott kvöld ásamt því að þakka fyrir flotta sýningu. Þá greip annar ísraelsku kynnanna boltann á lofti og sagði: „I remember you from...“ Gerðu flestir íslensku blaðamannanna ráð fyrir að kynnirinn ætlaði að vísa í Game of Thrones eða eitthvert verkefni Jóhannesar á erlendri grundu. Alls ekki. Setningin var botnuð með: „... from previous Eurovisions.“Sjá einnig:Eurovison-vaktin á Vísi - allt á einum stað Samkvæmt þessu virðast ísraelsku kynnarnir ekki alveg búnir að kynna sér sögu kynnanna í hverju landi fyrir sig. Í það minnsta rekur engan minni til þess að Jóhannes Haukur hafi komið fram í Eurovision. Jóhannes Haukur gaf Kýpur 12 stig frá Íslandi en að sjálfsögðu er bara um æfingu að ræða. Full alvara er í æfingunni og því ansi sérstakt að ísraelsku kynnarnir hafi kynnt Jóhannes til leiks sem fyrrverandi Eurovision-stjörnu. Ýmsar Eurovision kempur hafa verið að kynna stigin og þar virðast kynnarnir hafa haft réttar upplýsingar fyrir framan sig. Koma verður í ljós hvort kynnarnir bregðist öðruvísi við þegar Jóhannes Haukur birtist á skjám Evrópubúa og Ástrala í kvöld.
Eurovision Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira