Sparkað í heimilislausa Benedikt Bóas skrifar 18. maí 2019 15:00 Góðgerðarleikur, Eurovision 2019. Allir samankomnir eftir leik með bros á vör og góða skapið að vopni. Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur. Eurovision Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira
Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur.
Eurovision Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Sjá meira