Hatara tjáð að þeir hefðu farið yfir strikið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:28 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Vísir/Getty Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Eurovision Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira
Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“
Eurovision Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Sjá meira