Hatara tjáð að þeir hefðu farið yfir strikið Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. maí 2019 14:28 Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvarar Hatara. Vísir/Getty Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“ Eurovision Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Meðlimir Hatara, fulltrúar Íslands í Eurovision, voru teknir á teppið hjá Jon Ola Sand framkvæmdastjóra Eurovision vegna ummæla sinna um framgöngu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Hataramönnum hafi verið sagt að þeir hefðu farið yfir strikið en sjálfir segjast þeir ekki skilja hvar umrætt strik sé. Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan greina frá þessu í viðtali við sænska ríkissjónvarpið, SVT, sem birt var í gær en RÚV fjallaði um viðtalið fyrst íslenskra miðla. Hataramenn hafa verið nokkuð frakkir, í það minnsta á Eurovision-mælikvarðann, í viðtölum við fjölmiðla í tengslum við Eurovision. Þeir hafa m.a. lýst yfir andstöðu við „ólöglegt hernám“ ísraelskra stjórnvalda á Vesturbakkanum og ítrekað sagt keppnina pólitíska í eðli sínu. Þá skrifuðu þeir undir undirskriftarlista gegn því að keppnin yrði haldin í Tel Aviv. Matthías og Klemens lýsa því í samtali við SVT að þeir hafi lýst því yfir á blaðamannafundi í Tel Aviv á dögunum að þeir vonuðu að téðu hernámi yrði hætt. Nokkrum dögum síðar voru þeir boðaðir á fund með EBU og Jon Ola Sand, framkvæmdastjóra Eurovision, líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Síðan þá hafa þeir ítrekað sagst múlbundnir í viðtölum vegna keppninnar. „Okkur var sagt að það væru takmörk á því hvað við mættum segja og við rofið þau. Við höfum talað á pólitískum nótum í þessari keppni frá fyrsta degi og vitum ekki enn þá hvenær það gerðist,“ segir Matthías Tryggvi. „Mörkin sem skilja að hið pólitíska eru ósýnileg. Enginn veit hvar þau eru. Það er erfitt að fylgja reglum sem enginn skilur hvernig eða hvort eigi að fylgja. Boðskapur okkar er ekki hatursfullur. Við viljum frið og einingu.“
Eurovision Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira