Spenna í loftinu þegar Hatari kvaddi sína nánustu Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 10:30 Klemens og Gísli betur þekktur sem Gis Von Ice, umboðsmaður Hatara, fara yfir málin rétt fyrir brottför. Vísir/Kolbeinn Tumi Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag. Eurovision Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Hatari er farinn af stað í lokakaflann á Eurovision-ævintýri sínu. Að loknum morgunverði í morgun skelltu söngvarar, dansarar og fylgdarfólk sér í svörtu og bláu íþróttagallana sína, kvöddu foreldra og maka áður en haldið var upp í rútu áleiðis í Expo Tel Aviv höllina. Það mátti greina töluverða spennu á hótelinu í morgun. Allir að velta fyrir sér hvernig þetta færi nú. Hvers vegna í ósköpunum veðbankar væru svo sannfærðir um hollenskan sigur. Hvort Hatari muni höfða frekar til fólksins í símakosningu en dómnefnda í þátttökulöndunum. Hvað veit maður.Neðst í fréttinni má sjá myndband frá kveðjustundinni.Dansararnir Sólbjört, Andrean og Ástrós eru til í slaginn.Vísir/Kolbeinn TumiEitt er víst að Hatari hefur vakið mikla athygli og Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari tjáði Vísi að sveitin væri ánægð með hvernig til hefði tekist í Ísrael. „Við erum að dansa á þessari línu en það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðinn tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi.“ Hatari hefur heimsótt Palestínu og gagnrýnt að keppnin fari fram í Ísrael. Þeir hafa komið skoðun sinni og boðskap á dagskrá.Matthías Tryggvi og Kristlína ná góðu knúsi fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiForeldrafélag Hatara virðist vera búið að fá nóg í bili af fjölmiðlafárinu og baðst undan viðtölum við kveðjustundina í morgun. Lái þeim hver sem vill. Það fer þó ekki fram hjá neinum hve stolt þau eru af börnum sínum á stóra sviðinu. Ekki er hægt að fullyrða að Hatari sé með vinsælasta atriðið, sannarlega ekki, en klárlega það umtalaðasta. Foreldrafélagið mun styðja við bakið á sínu fólki í keppnishöllinni í kvöld með íslenska fána og góða skapið að vopni.Matthías Tryggvi var síðastur um borð í rútuna eins og hefð er að skapast fyrir.Vísir/Kolbeinn TumiÍsland situr í sjötta sæti veðbanka að morgni úrslitadagsins. Samkvæmt Google er næstmest leitað að íslenska atriðinu í hinum þátttökulöndunum. Hvað segir það okkur? Blaðamenn í Expo Tel Aviv höllinni spá Svíum sigri en Íslandi öðru sæti.Andri og Karen sem eru allt í öllu þegar kemur að búningunum stilltu sér upp að ósk blaðamanns fyrir brottför.Vísir/Kolbeinn TumiHvernig sem fer er ljóst að það er mikil stemmning fyrir framlagi Íslands þetta árið og hefur ekki verið í langan tíma. Það verður grillað og skálað víða á Íslandi í kvöld enda sannarlega tilefni til að gera sér glaðan dag.
Eurovision Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira