Lífið

Fjöl­braða­glímu­kappinn og Survi­vor-þátt­takandinn Ashley Massaro látin

Atli Ísleifsson skrifar
Ashley Massaro.
Ashley Massaro. Getty
Bandaríski fjölbraðaglímukappinn og Survivor-þátttakandinn Ashley Massaro er látin, 39 ára að aldri. Hún lést á sjúkrahúsi á Long Island í New York ríki.

Á ferli sínum starfaði Massaro meðal annars sem fyrirsæta og keppti í fjölbragðaglímu (WWE) á árunum 2005 til 2008. Lögregla í Suffolk-sýslu segir að ekkert saknæmt hafi átt sér stað í tenglum við dauða Massaro.

Massaro tók tvívegis þátt í Wrestlemania-keppnunum og hafa fjöldi fólks úr heimi fjölbragðaglímu minnst Massaro á samfélagsmiðlum.

Í frétt BBC segir að Massaro, sem sat á ferli sínum fyrir hjá karlatímaritinu Playboy, láti eftir sig átján ára dóttur.

Massaro tók einnig þátt í fimmtándu þáttaröð raunveruleikaþáttarins Survivor, Survivor: China, þar sem hún var rekin út í öðrum þætti þáttaraðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.