Gaddar og ólar í stað glimmers Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 17. maí 2019 07:45 Gera má ráð fyrir að margir klæðist Hatarabúningum annað kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partíbúðinni, segir að það sé rosaleg stemning fyrir Eurovision þetta árið. Hún segir að það sé mikil sala bæði í partívörum og Hatarabúningum. „Í staðinn fyrir að þetta sé eins og vanalega, glimmer og íslenski fáninn, þá er fólk líka að kaupa gadda, keðjur, svartar blöðrur og jafnvel svartan borðbúnað. Það eru allir „all in“. Það er til dæmis einn hérna núna að kaupa sér sleipa leðurhanska, risakeðjur og nethanska. Það er stóraukin eftirspurn eftir vörum af þessu tagi,“ segir Valgerður og bætir við að vörur hafi verið pantaðar sérstaklega inn í verslunina með Hatara í huga. Emilía Kristín Bjarnason, starfsmaður Adams og Evu, segir einnig vera aukna eftirspurn eftir fatnaði í stíl Hatara. Hún segir einnig að ráðstafanir hafi verðið gerðar til þess að eiga nóg fyrir alla. „Við byrjuðum að spá í þetta um leið og Hatari vann undankeppnina og tókum extra mikið inn af BDSM-vörum núna, sérstaklega fyrir stráka. Við seljum bönd, beisli og því um líkt allt árið en óvenju mikið núna.“ Emilía og Valgerður spá Hatara báðar góðu gengi í keppninni. Valgerður spáir fimmta sæti og Emilía spáir Hatara einu af fjórum efstu sætunum. Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Gera má ráð fyrir mikilli partístemningu víða um land á morgun, þegar Hatari stígur á svið fyrir Íslands hönd í Eurovision-keppninni. Ísland hefur ekki komist upp úr undanúrslitum síðan árið 2014 svo búast má við miklu partíhaldi um land allt. Valgerður Gunnarsdóttir, verslunarstjóri í Partíbúðinni, segir að það sé rosaleg stemning fyrir Eurovision þetta árið. Hún segir að það sé mikil sala bæði í partívörum og Hatarabúningum. „Í staðinn fyrir að þetta sé eins og vanalega, glimmer og íslenski fáninn, þá er fólk líka að kaupa gadda, keðjur, svartar blöðrur og jafnvel svartan borðbúnað. Það eru allir „all in“. Það er til dæmis einn hérna núna að kaupa sér sleipa leðurhanska, risakeðjur og nethanska. Það er stóraukin eftirspurn eftir vörum af þessu tagi,“ segir Valgerður og bætir við að vörur hafi verið pantaðar sérstaklega inn í verslunina með Hatara í huga. Emilía Kristín Bjarnason, starfsmaður Adams og Evu, segir einnig vera aukna eftirspurn eftir fatnaði í stíl Hatara. Hún segir einnig að ráðstafanir hafi verðið gerðar til þess að eiga nóg fyrir alla. „Við byrjuðum að spá í þetta um leið og Hatari vann undankeppnina og tókum extra mikið inn af BDSM-vörum núna, sérstaklega fyrir stráka. Við seljum bönd, beisli og því um líkt allt árið en óvenju mikið núna.“ Emilía og Valgerður spá Hatara báðar góðu gengi í keppninni. Valgerður spáir fimmta sæti og Emilía spáir Hatara einu af fjórum efstu sætunum.
Birtist í Fréttablaðinu Eurovision Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira