Varðstjóri sjúkraflutninga: „Ein þyrla ekki nóg“ Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 16. maí 2019 23:10 Rafal Figlarski var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Vísir/Jóhann K. Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Rafal Figlarski, varðstjóra sjúkraflutninga á Selfossi, segir að mun betur hafi farið en á horfðist þegar rúta með 33 um borð fór út af veginum og valt í Öræfum í dag. „Miðað við fyrstu tilkynningar voru tveir fastir undir rútunni og það lofar aldrei góðu, en það fór mikið betur en á horfðist.“ Rafal var einn af þeim sem stýrði aðgerðum á fjöldahjálparstöðinni að Hofi. Þegar hann kom á staðinn voru 29 sjúklingar inni á hjálparstöðinni og var farið í það að kanna ástandið á þeim. „Flestir voru bara með minniháttar meiðsl.“ Alls slösuðust fjórir alvarlega í slysinu.Var mikið „panikk“ á vettvangi?„Þarna í húsinu að Hofi var ekki „panikk“. Þar var verið að vinna á fullu og dreifa verkefnum á alla þá sem komu á staðinn. Þannig að nei, það var ekki.“ Farþegar í rútunni voru allt kínverskir ferðamenn. Aðspurður um hvernig hafi gengið að fá upplýsingar um líðan fólksins segir Rafal að þrátt fyrir vissa erfiðleika þá hafi það gengið ágætlega. Viðbragðsaðilar og sumir ferðamannanna hafi getað rætt saman á ensku.Þetta er enn eitt stóra slysið sem þið þurfið að takast á við hér á Suðurlandi. Hefur þú áhyggjur af þeirri þróun sem hér er að verða, og þá sérstaklega á þessu svæði þar sem langt er í bjargir í báðar áttir?„Já, þessar vegalengdir skipta miklu máli þegar verða slys hérna. Það er langt fá öðrum stöðum til að hjálpa þeim sem koma fyrstir á staðinn. Þannig var það líka í dag, en það var sent bæði frá Höfn og frá Selfossi, og Vík, Hvolsvelli,“ segir Rafal. Hann segir að veðrið hafi spilað inn í í þessu slysi og segist hann hafa fengið upplýsingar um það að sterk vindhviða hafi orðið til þess að rútubílstjórinn missti stjórn á rútunni þannig að hún fór út af veginum og valt.Landhelgisgæslan hafði bara eina þyrlu til að senda til ykkar. Hamlaði þetta því björgunarstarfi sem að þurfti?„Já, ein þyrla er í rauninni ekki nóg. Við vitum það,“ segir Rafal. Ekki hafi verið gott að heyra það að það hafi bara ein þyrla verið í boði. „Þá fer maður að hugsa hvað annað er í boði. Og þá erum við að tala um þessar flugvélar. Hvar þær geta lent og svoleiðis,“ segir Rafal. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar var þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn einnig fengin til aðstoðar, auk þess að sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss. Þá flaug TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri.Hlusta má á viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar fréttamanns við Rafal Figlarski í heild sinni í spilaranum að ofan.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Sjúkraflutningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira