Hollendingurinn svo sannarlega fljúgandi í Tel Aviv Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 16. maí 2019 21:38 Duncan Laurence við píanóið á stóra sviðinu í Expo Tel Aviv höllinni í kvöld. Getty/Guy Prives Ekkert virðist geta haggað Duncan Laurence þegar kemur að mati veðbanka á líklegum sigurvegara í Eurovision þetta árið. Hollendingurinn, sem situr við píanóið og syngur lagið Arcade, hefur eignað sér toppsæti veðbankanna í mars og hafa sigurlíkur hans aðeins aukist síðan. Þegar þetta er skrifað er síðari undanúrslitariðlinum nýlokið og fyrir liggur hvaða 26 lönd keppa í úrslitum á laugardaginn. Reikna mátti með að einhverjar sviptingar yrðu hjá veðbönkum að undanúrslitum loknum og má merkja nokkrar. Hollendingurinn virðist hins vegar aðeins styrkja stöðu sína og kólnar á toppnum. Taldar eru 41% líkur á því að Duncan Laurence fari með sigur af hólmi og hafa líkurnar hækkað um 3% í kvöld. Ástralir eru komnir í annað sætið fyrir ofan Svía en báðar þjóðir hafa um 9% sigurlíkur. Þá koma Rússar með 7% líkur á sigri, Ítalir með 5% og Svisslendingar eru komnir upp fyrir Ísland í sjötta sæti listans með um 4% sigurlíkur, eins og Ísland. Fróðlegt verður að fylgjast með stöðu mála hjá veðbönkum í kvöld og á morgun. Duncan Laurence ætti þó áfram að geta sofið vært á koddanum sínum og notið góðs gengis. Hann á þó enn eftir að hitta á réttu tónana á laugardagskvöldið.Flutning Laurence frá í kvöld má sjá að neðan og hér má fylgjast með gangi mála hjá veðbönkum. Eurovision Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira
Ekkert virðist geta haggað Duncan Laurence þegar kemur að mati veðbanka á líklegum sigurvegara í Eurovision þetta árið. Hollendingurinn, sem situr við píanóið og syngur lagið Arcade, hefur eignað sér toppsæti veðbankanna í mars og hafa sigurlíkur hans aðeins aukist síðan. Þegar þetta er skrifað er síðari undanúrslitariðlinum nýlokið og fyrir liggur hvaða 26 lönd keppa í úrslitum á laugardaginn. Reikna mátti með að einhverjar sviptingar yrðu hjá veðbönkum að undanúrslitum loknum og má merkja nokkrar. Hollendingurinn virðist hins vegar aðeins styrkja stöðu sína og kólnar á toppnum. Taldar eru 41% líkur á því að Duncan Laurence fari með sigur af hólmi og hafa líkurnar hækkað um 3% í kvöld. Ástralir eru komnir í annað sætið fyrir ofan Svía en báðar þjóðir hafa um 9% sigurlíkur. Þá koma Rússar með 7% líkur á sigri, Ítalir með 5% og Svisslendingar eru komnir upp fyrir Ísland í sjötta sæti listans með um 4% sigurlíkur, eins og Ísland. Fróðlegt verður að fylgjast með stöðu mála hjá veðbönkum í kvöld og á morgun. Duncan Laurence ætti þó áfram að geta sofið vært á koddanum sínum og notið góðs gengis. Hann á þó enn eftir að hitta á réttu tónana á laugardagskvöldið.Flutning Laurence frá í kvöld má sjá að neðan og hér má fylgjast með gangi mála hjá veðbönkum.
Eurovision Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Sjá meira