Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 20:28 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01