Heimamenn á dráttarvél komu til bjargar Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2019 20:28 Rútan lenti á hliðinni utan vegar. Tveir um borð festust undir henni en voru losaðir með aðstoð heimamanna á næstu bæjum. Vísir/Jóhann K. Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð. Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Tveir voru fastir undir rútunni sem valt á hliðina í Öræfum þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang í dag. Þeim var bjargað undan rútunni með aðstoð dráttarvélar með ámoksturstæki af nærliggjandi bæ, að sögn starfandi lögreglustjóra á Suðurlandi. Flogið hefur verið með farþegana á þrjú sjúkrahús í kvöld. Þrjátíu og þrír voru um borð í rútunni sem valt og hafnaði á hliðinni utan Suðurlandsvegar nærri Hofi í Öræfum um klukkan þrjú í dag. Auk bílstjóra frá íslensku rútufyrirtæki var hópur kínverskra ferðamanna um borð. Fjórir sem slösuðust mest voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalanna í Fossvogi. Þegar hún lenti um klukkan hálf sjö í kvöld sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, að honum skildist að fólkið væri með meðvitund.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með fjóra slasaða í Fossvogi í kvöld.Grímur Hergeirsson, starfandi lögreglustjóri á Suðurlandi, staðfestir að tveir hafi verið fastir undir rútunni. Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) kemur fram að um þrjátíu mínútur hafi tekið að að losa þá. „Það náðist að koma þeim undan rútunni, meðal annars með aðstoð landbúnaðartækja af bæjum í nágrenninu, traktors með ámoksturstæki. Það voru heimamenn sem komu til bjargar þar,“ segir Grímur. Þyrla dansks varðskips sem er statt í Reykjavíkurhöfn var einnig fengin til aðstoðar. Grímur segir að hún hafi flutt einn slasaðan einstakling til Reykjavíkur í kvöld. Sjúkraflugvél Mýflugs flaug með tíu minna slasaða frá Hafnar til Selfoss til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Vélin lenti þar nú um klukkan átta í kvöld, að sögn Gríms. Alls verða sextán úr rútunni fluttir á Selfoss. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flýgur með ellefu manns á Sjúkrahúsið á Akureyri. Í tilkynningu HSU kemur fram að þrír verði fluttir á Landspítalann í Fossvogi til viðbótar við þá fjóra sem þyrla Gæslunnar flutti í kvöld. Mikill viðbúnaður hafi verið á sjúkrahúsinu á Selfossi en vel hafi gengið að kalla út lækna, hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og sjúkraflutningamenn til að taka þátt í aðgerðum.Að neðan má sjá myndir frá slysstað.Fjórir voru flutti með þyrlu Gæslunnar á Landspítalann í Fossvogi.Vísir/VilhelmSuðurlandsvegur var opnaður aftur skömmu fyrir klukkan 19:00 í kvöld. Grímur segir að lögreglumenn vinni enn á vettvangi. Hann býst við að rútan verði flutt til Selfoss til skoðunar og rannsóknar í nótt. Í framhaldinu verði skýrslur teknar af fólkinu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Hornafjörður Rútuslys við Hof Samgönguslys Tengdar fréttir Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41 Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38 Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Kínverskir ferðamenn í rútunni sem valt í Öræfum Lögreglan á Suðurlandi segir nú að fjórir séu alvarlega slasaðir. Kínverska sendiráðið segir að fólkið sé ekki lífshættulega slasað. 16. maí 2019 17:41
Fimm alvarlega slasaðir eftir rútuslys í Öræfum Fimm eru alvarlega slasaðir eftir alvarlegt umferðarslys við Hof í Öræfum klukkan 15:05 í dag. Hópbifreið með 32 farþega auk ökumanns fór á hliðina en viðbragðsaðilar eru komnir á vettvang og er aðhlynning slasaðra hafin. 16. maí 2019 15:38
Þeir alvarlega slösuðu sagðir með meðvitund Tveir farþegar rútunnar sem valt í Öræfum eru sagðir hafa lent undir henni. 16. maí 2019 19:01