Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2019 23:17 Frá borginni Arkhangelsk í norðanverðu Rússlandi þar sem hitinn hefur verið meira en tvöfalt hærri en hann fer venjulega mest í á þessum árstíma. Vísir/Getty Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali. Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar mælist nú yfir 415 hlutar af milljón í fyrsta skipti frá því að mannkynið kom til sögunnar. Um helgina fór hiti í norðanverðu Rússlandi í og yfir þrjátíu gráður, um tuttugu stigum meira en mesti hiti þar á þessum árstíma í venjulegu árferði. Beinar mælingar hafa verið gerðar á styrk koltvísýrings á Mauna Loa-athugunarstöðinni á Havaí frá 6. áratug síðustu aldar. Á laugardag mældist styrkurinn 415 hlutar af milljón. Hann hefur ekki verið meiri í að minnsta kosti 800.000 ár og líklega í meira en þrjár milljónir ára, að sögn Washington Post. Gróðurhúsalofttegundir í lofthjúpi jarðar hafa aukist um helming að styrk frá iðnbyltingunni, fyrst og fremst vegna bruna manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og jarðgasi. Nú þegar hefur meðalhiti jarðar risið um eina gráðu frá iðnbyltingu og vísindamenn spá því að hlýnunin gæti numið þremur til fjórum gráðum fyrir lok aldarinnar komi menn ekki böndum á losun sína á gróðurhúsalofttegundum. Svo mikil og hröð hlýnun hefði gríðarlegar afleiðingar fyrir lífríki jarðar og samfélag manna af völdum hækkunar yfirborðs sjávar, verri þurrka, ákafari úrkomu og vaxandi veðuröfga svo eitthvað sé nefnt.This week (3 May) saw humanity's first day ever with more than 415 parts per million #CO2 in the air (415.09 ppm at Mauna Loa observatory) https://t.co/7ZF32wAk9O Source: @keeling_curve #ClimateChange #ParisAgreement #ClimateAction #ClimateAmbition pic.twitter.com/iZrBh7Vhr3— UN Climate Change (@UNFCCC) May 5, 2019 Hitinn sem hefur mælst víða við Norður-Íshafið undanfarna daga þykir sérstaklega óvenjulegur. Í rússneska bænum Arkhangelsk við Hvítahaf sem gengur suður úr Barentshafi sýndi hitamælirinn 29 gráður á laugardag. Þar er hæsti hiti að meðaltali um tólf gráður á þessum árstíma. Í Koynas, austur af Arkhangelsk, fór hitinn upp í 31 gráðu. Víða fór hitinn meira en tuttugu gráður yfir meðaltal í Rússlandi og Kasakstan við Hvítahafið. Í austanverðu Finnlandi náði hitinn 25 gráðum á laugardag og hefur ekki verið hlýjar þar í vor.25.2°C in Ilomantsi, Eastern Finland, which is the highest temperature in Finland so far in 2019. And also first "hot day" (defined as daily max T > 25°C) of the year. https://t.co/F26YCawQ26— Mika Rantanen (@mikarantane) May 11, 2019 Hitabylgjan nú er sögð í takti við óvenjuleg hlýindi á norðurskautinu og á miðlægum breiddargráðum það sem af er ári. Á Grænlandi hófst bráðnun jökla um mánuði fyrr en vanalega og í Alaska hafa ár losnað úr klakaböndum fyrr en nokkru sinni áður. Útbreiðsla hafíss við lok vetrar hefur einnig verið í lægstu lægðum. Loftslagsbreytingar af völdum manna eru enda enn áþreifanlegri á norðlægum breiddargráðum en víðast annars staðar á jörðinni. Þar hlýnar nú um tvöfalt hraðar en á jörðinni að meðaltali.
Loftslagsmál Norðurslóðir Vísindi Tengdar fréttir Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25 Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Bráðnun hófst mánuði fyrr á Grænlandi eftir óvanaleg hlýindi Óvenjuleg hlýindi hafa verið á Grænlandi. Á stuttum tíma hlýnaði um meira en tuttugu gráður og fór hitinn yfir frostmark. 18. apríl 2019 23:25
Ár í Alaska aldrei losnað fyrr úr klakaböndum Óvenjuleg hlýindi hafa verið í Alaska og hafís á Beringshafi hefur verið með minnsta móti. 15. apríl 2019 10:39