Fölskvalaus gleði hjá foreldrunum þegar kynnirinn öskraði Iceland Kolbeinn Tumi Daðason í Tel Aviv skrifar 14. maí 2019 22:15 Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega. Eurovision Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Frægasta foreldrafélag landsins, hið nýstofnaða Foreldrafélag Hatara, var eðlilega í skýjunum fyrir utan Expo Tel Aviv höllina í kvöld þegar ljóst var að Hatari væri kominn í úrslit Eurovision. „Hverjir eru bestir? Hatari! Hverjir eru langbestir? Hatari!!!“ hrópaði Sigurður Gunnarsson handboltakempa og faðir Sólbjartar dansara. Um þetta eru þau öll sammála en líðan þeirra var ansi ólík þegar tilkynnt var hvaða tíu þjóðir af þeim sautján sem kepptu í kvöld kæmust áfram. Ástralía fékk langbestu viðbrögðin í salnum í kvöld en erfitt var að ráða í viðbrögð við öðrum atriðum. Hatari fékk klapp á pari við flest atriðin og erfitt að rýna í niðurstöðuna. Ekki hjálpaði til að þegar sjö lönd höfðu verið tilkynnt var Hatari ekki kominn á blað. En áttunda þjóðin var Ísland.Hatarabolirnir eru bæði hvítri og svartir. Fjölskyldurnar standa þétt við bak Hatara.Vísir/Kolbeinn Tumi„Hræðilega, hræðilega, hræðilega,“ sagði Rán Tryggvadóttir, móðir Klemensar Hannigan um líðan sína. Fjölskylda Matthíasar Tryggva Haraldssonar var kokhraust. Haraldur Flosi Tryggvason faðir hans sagði þetta hafa verið formsatriði. „Við vissum alveg að þetta myndi gerast,“ sagði Jórunn Elenóra Haraldsdóttir, systir Matthíasar, með þetta allt á hreinu. Ágústa Kristín Andersen, eiginkona Haraldar, missti aldrei trúna. „Ég hélt í vonina allan tímann en á tímabili hélt ég að ég þyrfti að fá mér einhverjar sprengjutöflur,“ sagði Ágústa. Foreldrafélagið klæðist allt bolum úr smiðju Hatara, að frátöldum Haraldi Flosa sem gæti verið nýkominn úr fríi til Hawaii. Svo litrík er skyrta hans. „Þetta er SKYRTAN! Ég vil þakka Ingu fyrir að hafa keypt þessa skyrtu,“ sagði Jórunn Elenóra og má telja líklegt að Haraldur klæðist skyrtunni fram að úrslitakvöldinu á laugardag. Hún gæti þó þurft að fara í þvott gangi spár um 30 stiga hita næstu daga eftir. Spáin að Hatari færi áfram rættist sannarlega.
Eurovision Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira