Einsdæmi í Eurovision-sögu Íslendinga Stefán Árni Pálsson skrifar 13. maí 2019 19:45 Hatari fékk mikla athygli á appelsínugula dreglinum í gær og var því erfitt að ná viðtali við þá. Nú er einn sólarhringur þar til að Hatari stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Söngvarar sveitarinnar gáfu færi á viðtölum á appelsínugula dreglinum í borginni í gær. Þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan gáfu blaðamönnum líklega ekki þau svör sem þeir leituðust eftir á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í gær. „Við reynum að blanda ekki okkar persónulegum tilfinningum inn í málið en áætlunin gengur smurt,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson. „Við fáum allt sent frá Svikamyllu ehf. daglega og við fylgjum því með miklu stolti,“ sagði Klemens. Matthías bætti því við að þeir hefðu fengið viðbúnar spurninga. „Þetta er mest um okkar eigin líðan og persónulega líf og við reynum að svara sem fæstu á þeim nótum. Þetta hefur verið viðburðasnauður viðtalstími fyrir flesta fjölmiðlamenn.“ Því næst kom fram spurningin hvort Hatrið muni sigra væri listgjörningur sem væri öskur í leit að munni.„Ég ætla segja já,“ sagði Matthías og Klemens bætti við: „Vel mælt.“Það hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá fjölmiðlafulltrúa íslenska hópsins síðustu daga og er álagið orðið mikið, nú þegar styttist í stóru stundina. „Það er alveg gríðarlegur áhugi á Hatara og ég held að þetta sé einsdæmi í Eurovision-sögu Íslendinga. Allir stærstu fjölmiðlar í heiminum eru að tala við okkur, miðlar eins og CNN, HBO, sænska ríkissjónvarpið, Daily Telegraph, Aftonbladet og þetta er núna bara allt á næstu dögum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi. „Ég þarf að segja nei við flesta, því miður verður það að vera þannig því þau hafa takmarkaðan tíma. Svo verða þau að sinna atriðinu sínu sem skiptir öllu máli, þessum þremur mínútum.“ Hatari er þrettánda atriði á svið á þriðjudagskvöldið og er spáð góðu gengi í riðlinum sem er fyrir fram talinn sá veikari af riðlunum tveimur. Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Hatari hefur áhrif á lokaúrslitin í Olís-deild karla Haukar og Selfoss byrja á morgun á Ásvöllum en oddaleikurinn er settur 24. maí. 13. maí 2019 11:30 Sérfræðingarnir telja líkur á íslenskum sigri í Eurovision Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. 13. maí 2019 12:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Fagnaðarfundir þegar foreldrarnir tóku á móti Höturum upp á hóteli Nú þegar einn sólarhringar er í að Hatari stígi á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision eru nánast allir Íslendingarnir mættir á svæðið. 13. maí 2019 13:00 Fá helminginn af atkvæðunum í dag Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. 13. maí 2019 11:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Nú er einn sólarhringur þar til að Hatari stígur á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision. Söngvarar sveitarinnar gáfu færi á viðtölum á appelsínugula dreglinum í borginni í gær. Þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan gáfu blaðamönnum líklega ekki þau svör sem þeir leituðust eftir á appelsínugula dreglinum í Tel Aviv í gær. „Við reynum að blanda ekki okkar persónulegum tilfinningum inn í málið en áætlunin gengur smurt,“ sagði Matthías Tryggvi Haraldsson. „Við fáum allt sent frá Svikamyllu ehf. daglega og við fylgjum því með miklu stolti,“ sagði Klemens. Matthías bætti því við að þeir hefðu fengið viðbúnar spurninga. „Þetta er mest um okkar eigin líðan og persónulega líf og við reynum að svara sem fæstu á þeim nótum. Þetta hefur verið viðburðasnauður viðtalstími fyrir flesta fjölmiðlamenn.“ Því næst kom fram spurningin hvort Hatrið muni sigra væri listgjörningur sem væri öskur í leit að munni.„Ég ætla segja já,“ sagði Matthías og Klemens bætti við: „Vel mælt.“Það hefur verið gríðarlega mikið að gera hjá fjölmiðlafulltrúa íslenska hópsins síðustu daga og er álagið orðið mikið, nú þegar styttist í stóru stundina. „Það er alveg gríðarlegur áhugi á Hatara og ég held að þetta sé einsdæmi í Eurovision-sögu Íslendinga. Allir stærstu fjölmiðlar í heiminum eru að tala við okkur, miðlar eins og CNN, HBO, sænska ríkissjónvarpið, Daily Telegraph, Aftonbladet og þetta er núna bara allt á næstu dögum,“ segir Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi. „Ég þarf að segja nei við flesta, því miður verður það að vera þannig því þau hafa takmarkaðan tíma. Svo verða þau að sinna atriðinu sínu sem skiptir öllu máli, þessum þremur mínútum.“ Hatari er þrettánda atriði á svið á þriðjudagskvöldið og er spáð góðu gengi í riðlinum sem er fyrir fram talinn sá veikari af riðlunum tveimur.
Eurovision Tengdar fréttir Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33 Hatari hefur áhrif á lokaúrslitin í Olís-deild karla Haukar og Selfoss byrja á morgun á Ásvöllum en oddaleikurinn er settur 24. maí. 13. maí 2019 11:30 Sérfræðingarnir telja líkur á íslenskum sigri í Eurovision Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. 13. maí 2019 12:00 Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15 Fagnaðarfundir þegar foreldrarnir tóku á móti Höturum upp á hóteli Nú þegar einn sólarhringar er í að Hatari stígi á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision eru nánast allir Íslendingarnir mættir á svæðið. 13. maí 2019 13:00 Fá helminginn af atkvæðunum í dag Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. 13. maí 2019 11:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Umfjöllun Guardian um Hatara: Vilja næst spila í landi sem stundar ekki „ólöglegt hernám“ Breska dagblaðið The Guardian birti í morgun ítarlega umfjöllun og viðtal við hljómsveitina Hatara, sem tekur nú þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision. 13. maí 2019 09:33
Hatari hefur áhrif á lokaúrslitin í Olís-deild karla Haukar og Selfoss byrja á morgun á Ásvöllum en oddaleikurinn er settur 24. maí. 13. maí 2019 11:30
Sérfræðingarnir telja líkur á íslenskum sigri í Eurovision Hatari stígur stígur á sviðið í fyrri undanriðlinum í Eurovision í kvöld og á morgun og er því stemningin í Tel Aviv orðin mikil í íslenska hópnum. 13. maí 2019 12:00
Nýjasti Eurovision-gullmoli Svía deilir ekki skoðunum Hatara John Lundvik er nafn sem aðdáendur Eurovision ættu að leggja á minnið hafi þeir ekki gert það nú þegar. Sænski söngvarinn og lagahöfundurinn þykir afar líklegur til að standa uppi sem sigurvegari í Tel Aviv í ár. 13. maí 2019 08:15
Fagnaðarfundir þegar foreldrarnir tóku á móti Höturum upp á hóteli Nú þegar einn sólarhringar er í að Hatari stígi á svið í Tel Aviv á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision eru nánast allir Íslendingarnir mættir á svæðið. 13. maí 2019 13:00
Fá helminginn af atkvæðunum í dag Hljómsveitin Hatari, fulltrúi Íslands í Eurovision í Tel Aviv í ár, stígur á svið í kvöld og flytur íslenska framlagið, Hatrið mun sigra, á svokölluðu dómararennsli. 13. maí 2019 11:00