Viðkvæmt ástand innan Þjóðleikhússins Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. maí 2019 06:45 Ari Matthíasson hefur gegnt stöðu Þjóðleikhússtjóra í rúm fjögur ár. Fréttablaðið/Ernir Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Stjórn Félags íslenskra leikara (FÍL) hefur verið falið að senda bréf til Þjóðleikhúsráðs og til ráðherra menningarmála þar sem kvartað er yfir aðgerðaleysi ráðherrans og ráðsins vegna athugasemda sem borist hafa vegna hegðunar Ara Matthíassonar þjóðleikhússtjóra. Kvartanir hafi borist ráðinu og ráðherranum vegna samskipta leikhússtjórans við félagsmenn FÍL en ekkert hafi verið að gert. Þetta var niðurstaða opins fundar FÍL á fimmtudag. Fundurinn ákvað einnig að krefjast þess að Þjóðleikhúsráð fái utanaðkomandi sérfræðing í vinnuvernd og mannauðsmálum til að fara ofan í kjölinn á samskiptum þjóðleikhússtjóra við nokkurn fjölda listamanna sem starfað hafa fyrir hann. Formlegar kvartanir hafa borist vegna leikhússtjórans, meðal annars frá FÍL. Kvartanirnar eru misalvarlegar en lúta meðal annars að samningsbrotum, hegðun og erfiðum samskiptum og spanna nokkurra ára tímabil. Þá hafa formlegar kvartanir einnig ratað á borð ráðherra málaflokksins, Lilju Alfreðsdóttur, sem er yfirmaður þjóðleikhússtjóra. Þjóðleikhúsráð er stjórnarnefnd Þjóðleikhússins og allar meiriháttar ákvarðanir um leikhúsreksturinn eru bornar undir ráðið. Það vinnur með þjóðleikhússtjóra að langtímaáætlun um starfsemina. Árleg starfs- og fjárhagsáætlun skal lögð fyrir ráðið sem hefur eftirlit með framkvæmd hennar. Fréttablaðið hefur rætt við fagfólk í stétt listamanna sem ber saman um að erfið staða sé komin upp í Þjóðleikhúsinu. Menntamálaráðuneytið auglýsti á dögunum starf leikhússtjóra, en ráðið er í fimm ár í senn. Skipun Ara rennur út 1. janúar 2020 og samkvæmt lögum skal ætíð auglýsa embættið laust til umsóknar í lok hvers skipunartímabils. Stuttu fyrir páska sendi lögmaður FÍL bréf á Þjóðleikhúsráð og þjóðleikhússtjóra þar sem kvartanir sem borist hafa vegna hans voru teknar saman. Þá sagði í bréfinu að eðlilegt væri að taka tillit til þessara atriða þegar ráðið væri í stöðu þjóðleikhússtjóra, til jafns við það sem vel er gert í leikhúsinu, en rekstur hússins hefur til að mynda gengið vel með Ara við stjórnvölinn. Bréfið var síðan tekið fyrir á Þjóðleikhúsráðsfundi á föstudaginn fyrir rúmri viku, þann 3. maí. Leikarar í Þjóðleikhúsinu funduðu vegna málsins síðastliðinn þriðjudag á nokkuð tilfinningaríkum fundi. Sumir leikarar könnuðust við lýsingar á framkomu Ara, en aðrir ekki. FÍL fundaði á fimmtudag, meðal annars til að ræða stöðuna í leikhúsinu, líkt og áður kom fram.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Tengdar fréttir Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00 Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30 Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Mennta- og menningarmálaráðherra hafnar því alfarið að ekkert samráð hafi verið haft við sviðslistafólk þegar drög að frumvarpi að sviðslistalögum voru samin. Sviðlistafólk hefur ályktað gegn drögunum. 14. nóvember 2018 06:00
Útvarpsstjóri orðaður við leikhússtjórn á ný Staða þjóðleikhússtjóra verður auglýst í sumar. Ari Matthíasson sækist eftir endurráðningu í starfið sem hann hefur gegnt undanfarin ár. Nafn Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra er þó á flestra vörum í leikhúsgeiranum. 5. apríl 2019 06:30
Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. 10. maí 2019 16:21