Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2019 08:30 Per Cristiansen er hér lengst til hægri. Við hlið hans er Páll Hreinsson, en lengst til vinstri Baudenbacher sem farinn er á eftirlaun. Mynd/EFTA Dómarahneyksli við EFTA-dómstólinn skekur nú Noreg eftir að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn hefur orðið uppvís að því að hafa lagt á ráðin með forseta Hæstaréttar Noregs um hvernig megi snúa umdeildri niðurstöðu EFTA-dómstólsins um skaðabótaskyldu norskra stjórnvalda vegna opinberra innkaupa. EFTA-dómstóllinn fer með dómsvald í ágreiningsmálum sem rísa á grundvelli EES-samningsins og getur einnig gefið ráðgefandi álit að kröfu dómstóla EES-ríkjanna, Í dóminum sitja dómarar frá EFTA/EES-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Íslenski dómarinn við réttinn og forseti hans er Páll Hreinsson. Forsaga málsins er sú að árið 2017 komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að norska ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart norsku fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norska ríkið vildi ekki una þeim dómi og áfrýjunardómstóll í Noregi dæmdi málið norska ríkinu í vil og fór með því gegn áliti EFTA-dómstólsins, sem er fordæmalaust í sögu EFTA-samstarfsins. Dómi áfrýjunardómstólsins var vísað til hæstaréttar landsins sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins og óskar ráðgefandi álits þótt þegar liggi fyrir slíkt álit. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að með þessu sé hæstiréttur Noregs í rauninni að biðja EFTA-dómstólinn um að breyta fyrra áliti sínu. Forseti hæstaréttar Noregs, Toril Marie Øie, gengst við því í frétt sem birt var í norska miðlinum VG í gær, að norskur dómari EFTA-dómstólsins, Per Cristiansen, hafi sagt henni í óformlegu samtali þeirra á milli að EFTA-dómstóllinn myndi ekki taka því illa ef hæstiréttur Noregs óskaði eftir nánari skýringum á fyrri dómi dómstólsins í Fossen-málinu. Samtalið mun hafa átt sér stað síðastliðinn vetur. Lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja stöðu dómarans mjög erfiða enda sé hann með háttsemi sinni að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir. Traust til alþjóðlegra dómstóla byggist á því að dómarar þeirra séu óháðir aðildarríkjum sem skipi þá. Ljóst sé að Fossen-málið svokallaða verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í endurminningum sínum um starfsárin í réttinum fjallar Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti dómsins, töluvert um meint óeðlileg afskipti norskra stjórnvalda af störfum dómstólsins. Baudenbacher bregst harkalega við nýjustu tíðindum í málefnum dómsins í fyrrgreindri frétt VG í gær og segir framkomu Cristiansens tilraun til að velta dómstólnum úr sessi (e. overthrow the court). Baudenbacher nefnir einnig ákvörðun EFTA-dómsins um að fresta fyrirtöku málsins en það átti upphaflega að fara á dagskrá í mars. Vegna veikindaleyfis Pers Cristiansen, hins umdeilda norska dómara við réttinn, var málinu frestað og fer málflutningur í því fram næstkomandi mánudag í Lúxemborg. Baudenbacher bendir á að veikindaleyfi dómara hafi aldrei áður í sögu réttarins leitt til þess að máli sé frestað. Tveir varadómarar séu skipaðir frá hverju aðildarríki sem taki sæti í réttinum forfallist dómarar vegna veikinda. Per Cristiansen er eini dómarinn við EFTA-dómstólinn sem sat í réttinum þegar dómurinn í Fossen málinu var kveðinn upp. Carl Baudenbacher sat einnig í dómi, þá forseti dómsins, auk íslensks dómara. „Það eru margar vísbendingar um að dómstóllinn gangi út í öfgar til að hagræða skipan dómsins í þessu tiltekna máli,“ segir Baudenbacher í fréttinni og bætir við: „Ef þetta er raunin verður að horfast í augu við að EFTA-dómstóllinn er ekki lengur sjálfstæður dómstóll, heldur sýndardómstóll (e. kangaroo court).“ Árið 2017 hlaut Baudenbacher ekki endurkjör sem forseti EFTA-dómstólsins heldur laut hann í lægra haldi fyrir íslenska dómaranum við dómstólinn, Páli Hreinssyni. Af endurminningum Baudenbachers um starfsár sín við dómstólinn er ljóst að þessi skipti voru ekki að hans ósk. Af kosningu um forseta dómsins má draga þá ályktun að Per Cristiansen hafi heldur kosið Pál Hreinsson en Carl Baudenbacher og sá síðarnefndi einangrast í dóminum í kjölfarið. Þess má geta að skipun Pers Cristiansen við dóminn var mjög umdeild á sínum tíma. Norðmenn ætluðu að skipa hann eingöngu til þriggja ára í trássi við skýrar EES-reglur. Málið varð mjög umdeilt og dómarafélagið í Noregi og fleiri lögðust hart gegn þeirri fyrirætlan og endaði með því að EFTA-dómstóllinn veitti álit í málinu. Til þess álits er meðal annars vísað í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Dómarahneyksli við EFTA-dómstólinn skekur nú Noreg eftir að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn hefur orðið uppvís að því að hafa lagt á ráðin með forseta Hæstaréttar Noregs um hvernig megi snúa umdeildri niðurstöðu EFTA-dómstólsins um skaðabótaskyldu norskra stjórnvalda vegna opinberra innkaupa. EFTA-dómstóllinn fer með dómsvald í ágreiningsmálum sem rísa á grundvelli EES-samningsins og getur einnig gefið ráðgefandi álit að kröfu dómstóla EES-ríkjanna, Í dóminum sitja dómarar frá EFTA/EES-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Íslenski dómarinn við réttinn og forseti hans er Páll Hreinsson. Forsaga málsins er sú að árið 2017 komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að norska ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart norsku fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norska ríkið vildi ekki una þeim dómi og áfrýjunardómstóll í Noregi dæmdi málið norska ríkinu í vil og fór með því gegn áliti EFTA-dómstólsins, sem er fordæmalaust í sögu EFTA-samstarfsins. Dómi áfrýjunardómstólsins var vísað til hæstaréttar landsins sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins og óskar ráðgefandi álits þótt þegar liggi fyrir slíkt álit. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að með þessu sé hæstiréttur Noregs í rauninni að biðja EFTA-dómstólinn um að breyta fyrra áliti sínu. Forseti hæstaréttar Noregs, Toril Marie Øie, gengst við því í frétt sem birt var í norska miðlinum VG í gær, að norskur dómari EFTA-dómstólsins, Per Cristiansen, hafi sagt henni í óformlegu samtali þeirra á milli að EFTA-dómstóllinn myndi ekki taka því illa ef hæstiréttur Noregs óskaði eftir nánari skýringum á fyrri dómi dómstólsins í Fossen-málinu. Samtalið mun hafa átt sér stað síðastliðinn vetur. Lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja stöðu dómarans mjög erfiða enda sé hann með háttsemi sinni að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir. Traust til alþjóðlegra dómstóla byggist á því að dómarar þeirra séu óháðir aðildarríkjum sem skipi þá. Ljóst sé að Fossen-málið svokallaða verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í endurminningum sínum um starfsárin í réttinum fjallar Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti dómsins, töluvert um meint óeðlileg afskipti norskra stjórnvalda af störfum dómstólsins. Baudenbacher bregst harkalega við nýjustu tíðindum í málefnum dómsins í fyrrgreindri frétt VG í gær og segir framkomu Cristiansens tilraun til að velta dómstólnum úr sessi (e. overthrow the court). Baudenbacher nefnir einnig ákvörðun EFTA-dómsins um að fresta fyrirtöku málsins en það átti upphaflega að fara á dagskrá í mars. Vegna veikindaleyfis Pers Cristiansen, hins umdeilda norska dómara við réttinn, var málinu frestað og fer málflutningur í því fram næstkomandi mánudag í Lúxemborg. Baudenbacher bendir á að veikindaleyfi dómara hafi aldrei áður í sögu réttarins leitt til þess að máli sé frestað. Tveir varadómarar séu skipaðir frá hverju aðildarríki sem taki sæti í réttinum forfallist dómarar vegna veikinda. Per Cristiansen er eini dómarinn við EFTA-dómstólinn sem sat í réttinum þegar dómurinn í Fossen málinu var kveðinn upp. Carl Baudenbacher sat einnig í dómi, þá forseti dómsins, auk íslensks dómara. „Það eru margar vísbendingar um að dómstóllinn gangi út í öfgar til að hagræða skipan dómsins í þessu tiltekna máli,“ segir Baudenbacher í fréttinni og bætir við: „Ef þetta er raunin verður að horfast í augu við að EFTA-dómstóllinn er ekki lengur sjálfstæður dómstóll, heldur sýndardómstóll (e. kangaroo court).“ Árið 2017 hlaut Baudenbacher ekki endurkjör sem forseti EFTA-dómstólsins heldur laut hann í lægra haldi fyrir íslenska dómaranum við dómstólinn, Páli Hreinssyni. Af endurminningum Baudenbachers um starfsár sín við dómstólinn er ljóst að þessi skipti voru ekki að hans ósk. Af kosningu um forseta dómsins má draga þá ályktun að Per Cristiansen hafi heldur kosið Pál Hreinsson en Carl Baudenbacher og sá síðarnefndi einangrast í dóminum í kjölfarið. Þess má geta að skipun Pers Cristiansen við dóminn var mjög umdeild á sínum tíma. Norðmenn ætluðu að skipa hann eingöngu til þriggja ára í trássi við skýrar EES-reglur. Málið varð mjög umdeilt og dómarafélagið í Noregi og fleiri lögðust hart gegn þeirri fyrirætlan og endaði með því að EFTA-dómstóllinn veitti álit í málinu. Til þess álits er meðal annars vísað í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Noregur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira