Sjálfstæði EFTA-dómstólsins ógnað Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. maí 2019 08:30 Per Cristiansen er hér lengst til hægri. Við hlið hans er Páll Hreinsson, en lengst til vinstri Baudenbacher sem farinn er á eftirlaun. Mynd/EFTA Dómarahneyksli við EFTA-dómstólinn skekur nú Noreg eftir að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn hefur orðið uppvís að því að hafa lagt á ráðin með forseta Hæstaréttar Noregs um hvernig megi snúa umdeildri niðurstöðu EFTA-dómstólsins um skaðabótaskyldu norskra stjórnvalda vegna opinberra innkaupa. EFTA-dómstóllinn fer með dómsvald í ágreiningsmálum sem rísa á grundvelli EES-samningsins og getur einnig gefið ráðgefandi álit að kröfu dómstóla EES-ríkjanna, Í dóminum sitja dómarar frá EFTA/EES-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Íslenski dómarinn við réttinn og forseti hans er Páll Hreinsson. Forsaga málsins er sú að árið 2017 komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að norska ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart norsku fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norska ríkið vildi ekki una þeim dómi og áfrýjunardómstóll í Noregi dæmdi málið norska ríkinu í vil og fór með því gegn áliti EFTA-dómstólsins, sem er fordæmalaust í sögu EFTA-samstarfsins. Dómi áfrýjunardómstólsins var vísað til hæstaréttar landsins sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins og óskar ráðgefandi álits þótt þegar liggi fyrir slíkt álit. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að með þessu sé hæstiréttur Noregs í rauninni að biðja EFTA-dómstólinn um að breyta fyrra áliti sínu. Forseti hæstaréttar Noregs, Toril Marie Øie, gengst við því í frétt sem birt var í norska miðlinum VG í gær, að norskur dómari EFTA-dómstólsins, Per Cristiansen, hafi sagt henni í óformlegu samtali þeirra á milli að EFTA-dómstóllinn myndi ekki taka því illa ef hæstiréttur Noregs óskaði eftir nánari skýringum á fyrri dómi dómstólsins í Fossen-málinu. Samtalið mun hafa átt sér stað síðastliðinn vetur. Lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja stöðu dómarans mjög erfiða enda sé hann með háttsemi sinni að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir. Traust til alþjóðlegra dómstóla byggist á því að dómarar þeirra séu óháðir aðildarríkjum sem skipi þá. Ljóst sé að Fossen-málið svokallaða verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í endurminningum sínum um starfsárin í réttinum fjallar Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti dómsins, töluvert um meint óeðlileg afskipti norskra stjórnvalda af störfum dómstólsins. Baudenbacher bregst harkalega við nýjustu tíðindum í málefnum dómsins í fyrrgreindri frétt VG í gær og segir framkomu Cristiansens tilraun til að velta dómstólnum úr sessi (e. overthrow the court). Baudenbacher nefnir einnig ákvörðun EFTA-dómsins um að fresta fyrirtöku málsins en það átti upphaflega að fara á dagskrá í mars. Vegna veikindaleyfis Pers Cristiansen, hins umdeilda norska dómara við réttinn, var málinu frestað og fer málflutningur í því fram næstkomandi mánudag í Lúxemborg. Baudenbacher bendir á að veikindaleyfi dómara hafi aldrei áður í sögu réttarins leitt til þess að máli sé frestað. Tveir varadómarar séu skipaðir frá hverju aðildarríki sem taki sæti í réttinum forfallist dómarar vegna veikinda. Per Cristiansen er eini dómarinn við EFTA-dómstólinn sem sat í réttinum þegar dómurinn í Fossen málinu var kveðinn upp. Carl Baudenbacher sat einnig í dómi, þá forseti dómsins, auk íslensks dómara. „Það eru margar vísbendingar um að dómstóllinn gangi út í öfgar til að hagræða skipan dómsins í þessu tiltekna máli,“ segir Baudenbacher í fréttinni og bætir við: „Ef þetta er raunin verður að horfast í augu við að EFTA-dómstóllinn er ekki lengur sjálfstæður dómstóll, heldur sýndardómstóll (e. kangaroo court).“ Árið 2017 hlaut Baudenbacher ekki endurkjör sem forseti EFTA-dómstólsins heldur laut hann í lægra haldi fyrir íslenska dómaranum við dómstólinn, Páli Hreinssyni. Af endurminningum Baudenbachers um starfsár sín við dómstólinn er ljóst að þessi skipti voru ekki að hans ósk. Af kosningu um forseta dómsins má draga þá ályktun að Per Cristiansen hafi heldur kosið Pál Hreinsson en Carl Baudenbacher og sá síðarnefndi einangrast í dóminum í kjölfarið. Þess má geta að skipun Pers Cristiansen við dóminn var mjög umdeild á sínum tíma. Norðmenn ætluðu að skipa hann eingöngu til þriggja ára í trássi við skýrar EES-reglur. Málið varð mjög umdeilt og dómarafélagið í Noregi og fleiri lögðust hart gegn þeirri fyrirætlan og endaði með því að EFTA-dómstóllinn veitti álit í málinu. Til þess álits er meðal annars vísað í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Noregur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Dómarahneyksli við EFTA-dómstólinn skekur nú Noreg eftir að norski dómarinn við EFTA-dómstólinn hefur orðið uppvís að því að hafa lagt á ráðin með forseta Hæstaréttar Noregs um hvernig megi snúa umdeildri niðurstöðu EFTA-dómstólsins um skaðabótaskyldu norskra stjórnvalda vegna opinberra innkaupa. EFTA-dómstóllinn fer með dómsvald í ágreiningsmálum sem rísa á grundvelli EES-samningsins og getur einnig gefið ráðgefandi álit að kröfu dómstóla EES-ríkjanna, Í dóminum sitja dómarar frá EFTA/EES-ríkjunum, Íslandi, Noregi og Liechtenstein. Íslenski dómarinn við réttinn og forseti hans er Páll Hreinsson. Forsaga málsins er sú að árið 2017 komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að norska ríkið væri skaðabótaskylt gagnvart norsku fyrirtæki vegna brota á reglum um opinber innkaup. Norska ríkið vildi ekki una þeim dómi og áfrýjunardómstóll í Noregi dæmdi málið norska ríkinu í vil og fór með því gegn áliti EFTA-dómstólsins, sem er fordæmalaust í sögu EFTA-samstarfsins. Dómi áfrýjunardómstólsins var vísað til hæstaréttar landsins sem hefur nú vísað málinu aftur til EFTA-dómstólsins og óskar ráðgefandi álits þótt þegar liggi fyrir slíkt álit. Þeir lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja að með þessu sé hæstiréttur Noregs í rauninni að biðja EFTA-dómstólinn um að breyta fyrra áliti sínu. Forseti hæstaréttar Noregs, Toril Marie Øie, gengst við því í frétt sem birt var í norska miðlinum VG í gær, að norskur dómari EFTA-dómstólsins, Per Cristiansen, hafi sagt henni í óformlegu samtali þeirra á milli að EFTA-dómstóllinn myndi ekki taka því illa ef hæstiréttur Noregs óskaði eftir nánari skýringum á fyrri dómi dómstólsins í Fossen-málinu. Samtalið mun hafa átt sér stað síðastliðinn vetur. Lögfræðingar sem Fréttablaðið hefur rætt við segja stöðu dómarans mjög erfiða enda sé hann með háttsemi sinni að grafa undan þeirri stofnun sem hann vinnur fyrir. Traust til alþjóðlegra dómstóla byggist á því að dómarar þeirra séu óháðir aðildarríkjum sem skipi þá. Ljóst sé að Fossen-málið svokallaða verði ákveðinn prófsteinn á hvort EFTA-dómstóllinn standi undir væntingum um að vera sjálfstæður gagnvart norska ríkinu. Í endurminningum sínum um starfsárin í réttinum fjallar Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti dómsins, töluvert um meint óeðlileg afskipti norskra stjórnvalda af störfum dómstólsins. Baudenbacher bregst harkalega við nýjustu tíðindum í málefnum dómsins í fyrrgreindri frétt VG í gær og segir framkomu Cristiansens tilraun til að velta dómstólnum úr sessi (e. overthrow the court). Baudenbacher nefnir einnig ákvörðun EFTA-dómsins um að fresta fyrirtöku málsins en það átti upphaflega að fara á dagskrá í mars. Vegna veikindaleyfis Pers Cristiansen, hins umdeilda norska dómara við réttinn, var málinu frestað og fer málflutningur í því fram næstkomandi mánudag í Lúxemborg. Baudenbacher bendir á að veikindaleyfi dómara hafi aldrei áður í sögu réttarins leitt til þess að máli sé frestað. Tveir varadómarar séu skipaðir frá hverju aðildarríki sem taki sæti í réttinum forfallist dómarar vegna veikinda. Per Cristiansen er eini dómarinn við EFTA-dómstólinn sem sat í réttinum þegar dómurinn í Fossen málinu var kveðinn upp. Carl Baudenbacher sat einnig í dómi, þá forseti dómsins, auk íslensks dómara. „Það eru margar vísbendingar um að dómstóllinn gangi út í öfgar til að hagræða skipan dómsins í þessu tiltekna máli,“ segir Baudenbacher í fréttinni og bætir við: „Ef þetta er raunin verður að horfast í augu við að EFTA-dómstóllinn er ekki lengur sjálfstæður dómstóll, heldur sýndardómstóll (e. kangaroo court).“ Árið 2017 hlaut Baudenbacher ekki endurkjör sem forseti EFTA-dómstólsins heldur laut hann í lægra haldi fyrir íslenska dómaranum við dómstólinn, Páli Hreinssyni. Af endurminningum Baudenbachers um starfsár sín við dómstólinn er ljóst að þessi skipti voru ekki að hans ósk. Af kosningu um forseta dómsins má draga þá ályktun að Per Cristiansen hafi heldur kosið Pál Hreinsson en Carl Baudenbacher og sá síðarnefndi einangrast í dóminum í kjölfarið. Þess má geta að skipun Pers Cristiansen við dóminn var mjög umdeild á sínum tíma. Norðmenn ætluðu að skipa hann eingöngu til þriggja ára í trássi við skýrar EES-reglur. Málið varð mjög umdeilt og dómarafélagið í Noregi og fleiri lögðust hart gegn þeirri fyrirætlan og endaði með því að EFTA-dómstóllinn veitti álit í málinu. Til þess álits er meðal annars vísað í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Noregur Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira