Samningnum sagt upp í karlaklefanum: „Framkoman var mikil vanvirðing“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. maí 2019 08:00 Guðný Jenny verður ekkert meira með. vísir/vilhelm Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“ Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Guðný Jenny Ásmundsdóttir, markvörður ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta, hefur spilað sinn síðasta leik fyrir félagið en samningi hennar var sagt upp munnlega af formanni handknattleiksdeildar félagsins í búningsklefa karlaliðsins. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Ívars Benediktssonar við landsliðsmarkvörðinn í Morgunblaðinu í dag en þar vandar Guðný ekki formanninum og ÍBV kveðjurnar eftir þrjú góð ár í markinu hjá Eyjaliðinu. Forsaga málsins er sú að Jenny sleit krossband í landsliðsferð í mars og gat ekki tekið þátt í úrslitakeppninni en komið hefur í ljós að hún var ekki tryggð hjá ÍBV. „Sextánda apríl var ég kölluð á fund formanns handknattleiksdeildar ÍBV í íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum. Þegar ég kom þangað var ekkert fundarherbergi laust svo hann fékk mig til þess að koma með sér inn í karlaklefa handboltaliðsins. Þar settist formaðurinn niður á bekkinn og tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi við mig. Forsendur væru að ÍBV hefði ekkert við meiddan markvörð að gera,“ segir Jenny við Morgunblaðið. Henni var tjáð að erfiðlega gengi að fjármagna reksturinn og þar sem að varamarkvörðurinn Andrea Gunnlaugsdóttir væri að flytja upp á land þyrfti ÍBV að kaupa markvörð til að fylla í skarð þeirra. ÍBV hafði glugga frá 1. til 20. apríl til þess að segja upp samningi Jennyar og er því fullum rétti en markvörðurinn magnaði hefur lítinn húmor fyrir því hvernig staðið var að þessu. „Ég sagði formanninum að mér þætti aðgerðin siðlaus,“ segir Jenny en forsendurnar fyrir veru hennar í Vestmannaeyjum eru nú brostnar þar sem að hún missir nú hluta tekna sinna. Hún flutti með eiginmanni sínum og þremur börnum til Vestmannaeyja og keyptu sér hús þegar að komu fyrir þremur árum síðan. Jenny finnst skrítið að á meðan samningi hennar sé sagt upp vegna meiðsla hafi verið framlengdur samningur við leikmann karlaliðsins sem glímir við langvarandi meiðsli. Sá hinn sami hefur lítið spilað á tímabilinu. „Mér finnst vera svolítil typpalykt af þessu,“ segir Jenny en á meðan fundinum hennar stóð í búningsklefa karlaliðsins komu leikmenn inn að skipta um föt. „ Við vorum trufluð og fundinum lauk aldrei sem slíkum. Framkoman var mikil vanvirðing við mann, bæði sem leikmann og persónu. Svona á ekki að koma fram við fólk,“ segir Guðný Jenny Ásmundsdóttir.“
Olís-deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira