Síðasta karldýr Súmötru nashyrninga dáið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. maí 2019 23:01 Tam, síðasta karldýr Súmötru nashyrninga. skjáskot Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Því var lýst yfir árið 2015 að tegund Súmötru nashyrninga væri útdauð en þessi sérstaka tegund nashyrninga er sú sem fæst dýr eru eftir af. Sérfræðingar telja að aðeins 30 til 80 Súmötru nashyrningar séu eftir í heiminum en margir þeirra lifa á eyjunni Súmötru og á indónesíska hluta Borneó. Nashyrningurinn Tam, sem var um 30 ára gamall, hafði búið á friðlandi í Borneó síðan hann fannst ráfandi um pálmaolíuekru árið 2008.Today, we bid farewell to Tam, our last surviving male Sumatran #rhino. Our hearts are filled with sadness as we mourn the loss of a species. With Tam gone, we now only have Iman left, our last female rhino. Let the loss of Tam be the wakeup call. Our #wildlife needs protection pic.twitter.com/3E6LbY5EzN— WWF-Malaysia (@WWFMy) May 27, 2019 Samtök um Borneó Nashyrninga (e. The Borneo Rhino Alliance) tilkynnti dauða hans á mánudag og sögðu: „Með sorg í hjörtum þurfum við að deila þeim slæmu fréttum að Tam, síðasti karlkyns Súmötru nashyrningur Malasíu, er dáinn.“ Við munum deila með ykkur ítaratriðum þegar við sjáum okkur fært um það en núna þurfum við smá tíma til að syrgja andlát hans.“ Fjölmiðlar á svæðinu greindu frá því að hann hafi þjáðst af nýrna- og lifravandamálum í einhvern tíma. Kvenkyns Súmötru nashyrningurinn Iman, sem fannst árið 2014, er nú eina dýr tegundarinnar sem eftir er á Malasíu. Puntung, sem var annar kvenkyns nashyrningur sem bjó á friðlandinu, lést af völdum krabbameins árið 2017. Súmötru nashyrningar gætu orðið útdauðir innan nokkurra áratuga, samkvæmt verndunarsamtökunum International Rhino Foundation. Þessi sérstaka tegund hefur verið mjög einangruð vegna taps á heimkynnum og vegna veiðiþjófnaðar, sem hefur orðið til þess að nashyrningarnir hafa ekki getað fjölgað sér. Malasía hefur reynt að fjölga nashyrningunum á meðan þeir eru í haldi, með hjálp tæknifrjóvgunar en það hefur ekki tekist. Sæði úr Tam hefur verið varðveitt í von um að það nýtist í framtíðinni til að fjölga tegundinni. Talsmaður ríkisstjórnar Indónesíu sagði í samtali við MSN News að Indónesía myndi hefja samningaviðræður við Malasíu í von um að fjölga tegundinni. Nýjasta tækni yrði notuð í að frjóvga síðasta kvenkyns nashyrning Malasíu í þeirri von að það bæri ávöxt. Dýr Indónesía Loftslagsmál Malasía Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Síðasti karlkyns Súmötru nashyrningurinn í Malasíu er dáinn. Náttúruverndarsinnar segja þessar fréttir eiga að vekja fólk til umhugsunar og hvetja það til að vernda náttúrulífið. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky News. Því var lýst yfir árið 2015 að tegund Súmötru nashyrninga væri útdauð en þessi sérstaka tegund nashyrninga er sú sem fæst dýr eru eftir af. Sérfræðingar telja að aðeins 30 til 80 Súmötru nashyrningar séu eftir í heiminum en margir þeirra lifa á eyjunni Súmötru og á indónesíska hluta Borneó. Nashyrningurinn Tam, sem var um 30 ára gamall, hafði búið á friðlandi í Borneó síðan hann fannst ráfandi um pálmaolíuekru árið 2008.Today, we bid farewell to Tam, our last surviving male Sumatran #rhino. Our hearts are filled with sadness as we mourn the loss of a species. With Tam gone, we now only have Iman left, our last female rhino. Let the loss of Tam be the wakeup call. Our #wildlife needs protection pic.twitter.com/3E6LbY5EzN— WWF-Malaysia (@WWFMy) May 27, 2019 Samtök um Borneó Nashyrninga (e. The Borneo Rhino Alliance) tilkynnti dauða hans á mánudag og sögðu: „Með sorg í hjörtum þurfum við að deila þeim slæmu fréttum að Tam, síðasti karlkyns Súmötru nashyrningur Malasíu, er dáinn.“ Við munum deila með ykkur ítaratriðum þegar við sjáum okkur fært um það en núna þurfum við smá tíma til að syrgja andlát hans.“ Fjölmiðlar á svæðinu greindu frá því að hann hafi þjáðst af nýrna- og lifravandamálum í einhvern tíma. Kvenkyns Súmötru nashyrningurinn Iman, sem fannst árið 2014, er nú eina dýr tegundarinnar sem eftir er á Malasíu. Puntung, sem var annar kvenkyns nashyrningur sem bjó á friðlandinu, lést af völdum krabbameins árið 2017. Súmötru nashyrningar gætu orðið útdauðir innan nokkurra áratuga, samkvæmt verndunarsamtökunum International Rhino Foundation. Þessi sérstaka tegund hefur verið mjög einangruð vegna taps á heimkynnum og vegna veiðiþjófnaðar, sem hefur orðið til þess að nashyrningarnir hafa ekki getað fjölgað sér. Malasía hefur reynt að fjölga nashyrningunum á meðan þeir eru í haldi, með hjálp tæknifrjóvgunar en það hefur ekki tekist. Sæði úr Tam hefur verið varðveitt í von um að það nýtist í framtíðinni til að fjölga tegundinni. Talsmaður ríkisstjórnar Indónesíu sagði í samtali við MSN News að Indónesía myndi hefja samningaviðræður við Malasíu í von um að fjölga tegundinni. Nýjasta tækni yrði notuð í að frjóvga síðasta kvenkyns nashyrning Malasíu í þeirri von að það bæri ávöxt.
Dýr Indónesía Loftslagsmál Malasía Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira