Dýr

Fréttamynd

Átta mánaða kettlingur greinist með fugla­flensu

Skæð fuglaflensuinflúensa af gerðinni H5N5 greindist í gær í sýni sem tekið var úr ketti frá Raufarhöfn fyrir viku síðan. Í tilkynningu frá Matvælastofnun, MAST, segir að um sé að ræða átta mánaða gamlan kettling sem varð skyndilega veikur.

Innlent
Fréttamynd

Hélt hann hefði verið étinn af hval

Hnúfubakur tók kajakræðara í munn sinn í stutta stund við strendur Síle síðustu helgi. Atvikið náðist á myndband. Maðurinn segist hafa verið hræddur um líf sitt og föður síns. 

Erlent
Fréttamynd

Sebrahestur gengur laus á Jót­landi

Dýrafræðingur óttast að erfitt verði að hafa hendur í hári sebrahests sem slapp úr dýragarði á Jótlandi í Danmörku í gær. Tveir aðrir sebrahestar sem sluppu voru fangaðir fljótt en sá þriðji er ófundinn.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensugreiningum fækkar

Tilkynningum um dauða fugla og spendýr hefur fækkað mikið undanfarna daga og öll sýni sem rannsökuð hafa verið síðustu tvær vikur hafa verið neikvæð. Í ljósi þessa álítur Matvælastofnun að dregið hafi verulega úr smithættu.

Innlent
Fréttamynd

Leður­blökur og aðrir laumufarþegar

Ein vinsælasta fréttin í íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur verið lítil leðurblaka sem fannst á förnum vegi í Reykjavík. Allsendis óljóst er hvernig leðurblakan laumaði sér til landsins, en lögregla var kölluð á staðinn. Leðurblakan náði að sleppa undan löggæslumönnum þann daginn en fannst að lokum af dýraþjónustunni tveim dögum seinna, var fönguð í net og svæfð svefninum langa.

Skoðun
Fréttamynd

Refur með fuglainflúensu

Fuglainflúensa hefur greinst í refi í Skagafirði. Refurinn var aflífaður í vikunni, en íbúi hafði fundið hann og séð að hann væri augljóslega veikur.

Innlent
Fréttamynd

Gómuðu leður­blökuna

Leðurblakan sem hefur verið á sveimi um Hlíðar og Laugardal undanfarna daga hefur verið fönguð af Dýraþjónustu Reykjavíkur. Hún var varla með lífsmarki og hefur verið svæfð.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán metra hvalur í Guðlaugs­vík

Fjórtán metra hvalur fannst í Guðlaugsvík á Ströndum í upphafi þessarar viku. Í tilkynningu Lögreglunnar á Norðvesturlandi segir að um sé að ræða búrhval og að til samanburðar megi áætla að hvalurinn sé jafnlangur og þrjár Tesla Y bifreiðar eða sjö Cleveland þriggja sæta sófar lagðir samsíða hvalnum.

Innlent
Fréttamynd

Engin leit í gangi að leður­blökunni

Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur ekki fengið neinar tilkynningar í dag um leðurblökuna sem lék lausum hala í Reykjavík í gær. Greint var frá því um helgina að leðurblaka hefði sést við Laugardalslaug og nærri Listaháskólanum í Laugarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna

Hundar tónlistarmannanna og bræðranna Friðriks Dórs Jónssonar og Jóns Jónssonar, sem bættust við fjölskyldur þeirra um jólin, hafa verið nefndir Nóra og Prins. Hundarnir eru báðir af tegundinni Havanese, sem hefur verið mjög vinsæl meðal fjölskyldufólks hér á landi á síðustu árum.

Lífið
Fréttamynd

Dýr eiga skilið sam­úð og um­hyggju

Líf og lifnaðarhættir mannfólksins í samfélagi sem byggir á samúð og samkennd ætti ekki að leiða af sér ótta né þjáningu annarra. Þetta er í grunninn afar einföld heimssýn. Því miður er fjarri því að hún náist eins og staðan í dag því lifnaðarhættir okkar vestrænna þjóða, velmegun okkar og neysla, leiðir til mikilla þjáningar og ótta sumra dýra.

Skoðun
Fréttamynd

Hafa hirt tugi hræja í höfuð­borginni og fleiri kettir sendir í sýna­töku

Dýraþjónusta Reykjavíkur hefur hirt tugi hræa af dauðum fugli í dag og um helgina sem talið er að hafi drepist úr skæðri fuglaflensu. Minnst tveir kettir hafa greinst sýktir en þeim gæti farið fjölgandi en sýni hafa verið tekin úr fleiri köttum. Gæludýraeigendur eru hvattir til að sýna aðgát og hafa ketti inni eða í taumi þegar út er farið. Þótt veiran hafi ekki greinst í hundum til þessa eru hundaeigendur hvattir til að gæta að því að hundar þeirra leiti ekki í hræ.

Innlent
Fréttamynd

Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varð­bergi

Dýraþjónusta Reykjavíkurbiður íbúa höfuðborgarsvæðisins sem verða varir við veika eða dauða fugla að meðhöndndla þá ekki heldur hafa samband við þjónustuna tafarlaust. Þá eru íbúar beðnir um að halda heimilisköttum innandyra. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég man ekki eftir á­líka far­aldri“

Fjöldi tilkynninga hefur borist vegna veikra og dauðra fugla sökum fuglaflensu um helgina. Um skæðan faraldur virðist vera að ræða að mati deildarstjóra hjá dýraþjónustu Reykjavíkur sem sinnir veikum dýrum, tekur sýni og hirðir hræ sem fundist hafa á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Kið­lingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig

Brosið fer ekki af geitabónda á Suðurlandi þessa dagana því tveir kiðlingar voru að koma í heiminn, sem hafa fengið nöfnin Frosti og Snær. Tveir geithafrar eru grunaðir um að vera feður kiðlinganna, annars vegar Lennon og hins vegar Lubbi.

Innlent
Fréttamynd

Fann ní­tján dauðar gæsir í Vatns­mýrinni

Gunnar Þór Hallgrímsson, prófessor í dýrafræði, fann nítján dauðar grágæsir í Vatnsmýrinni í dag. Hann telur það hafið yfir allan vafa að fuglaflensa hafi verið banamein þeirra. Möguleikinn á að smit berist í mannfólk er alltaf til staðar á meðan ástandið varir.

Innlent
Fréttamynd

Al­menningur þurfi ekki að hafa á­hyggjur af fugla­flensu

Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Fékk krampa og drapst vegna fugla­flensu

Kettlingur sem drapst hér á landi er fyrsta heimilisdýrið á heimsvísu sem greinist með skætt afbrigði fuglaflensu. Læðan sem kettlingurinn var undan og annar kettlingur úr sama goti drápust líka. Fólki sem sá um veiku dýrin hefur verið gert að fara í sýnatöku.

Innlent