Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2019 07:30 Trippier fer ekki með enska landsliðinu til Portúgals. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn verða í enska hópnum í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í Portúgal í næsta mánuði. Southgate valdi upphaflega 27 leikmenn í Þjóðadeildarhópinn. Þeir óheppnu sem duttu út úr hópnum eru Nathan Redmond, James Ward-Prowse, Harry Winks og Kieran Trippier. Sá síðastnefndi var einn besti leikmaður Englands á HM síðasta sumar en átti ekki sitt besta tímabil með Tottenham í vetur. Southgate ákvað því frekar að veðja á Kyle Walker og Trent Alexander-Arnold í stöðu hægri bakvarðar. „Trippier hefur verið stór hluti af hópnum, viðhorf hans er til fyrirmyndar og hann hefur mikla ástríðu fyrir landsliðinu en Walker og Alexander-Arnold enduðu tímabilið svo vel,“ sagði Southgate. Trippier hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu gegn Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi. Liðsfélagi Trippiers hjá Tottenham, Harry Kane, er í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Kane sagði þó í gær að hann væri klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn þar sem Spurs mætir Liverpool. England mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar 6. júní. Þremur dögum seinna fara úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fram. Enska hópinn sem fer til Portúgals má sjá hér fyrir neðan.England have announced their 23-man squad for the Nations League Finals next month Kieran Trippier Harry Winks James Ward-Prowse Nathan Redmond #NationsLeaguepic.twitter.com/rVNW2M6WHB — PA Dugout (@PAdugout) May 27, 2019 Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn verða í enska hópnum í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í Portúgal í næsta mánuði. Southgate valdi upphaflega 27 leikmenn í Þjóðadeildarhópinn. Þeir óheppnu sem duttu út úr hópnum eru Nathan Redmond, James Ward-Prowse, Harry Winks og Kieran Trippier. Sá síðastnefndi var einn besti leikmaður Englands á HM síðasta sumar en átti ekki sitt besta tímabil með Tottenham í vetur. Southgate ákvað því frekar að veðja á Kyle Walker og Trent Alexander-Arnold í stöðu hægri bakvarðar. „Trippier hefur verið stór hluti af hópnum, viðhorf hans er til fyrirmyndar og hann hefur mikla ástríðu fyrir landsliðinu en Walker og Alexander-Arnold enduðu tímabilið svo vel,“ sagði Southgate. Trippier hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu gegn Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi. Liðsfélagi Trippiers hjá Tottenham, Harry Kane, er í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Kane sagði þó í gær að hann væri klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn þar sem Spurs mætir Liverpool. England mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar 6. júní. Þremur dögum seinna fara úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fram. Enska hópinn sem fer til Portúgals má sjá hér fyrir neðan.England have announced their 23-man squad for the Nations League Finals next month Kieran Trippier Harry Winks James Ward-Prowse Nathan Redmond #NationsLeaguepic.twitter.com/rVNW2M6WHB — PA Dugout (@PAdugout) May 27, 2019
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Sjá meira