Berglind Festival leysti ráðgátuna um manninn á bak við umdeilda Twitter-aðganginn Stefán Árni Pálsson skrifar 27. maí 2019 11:00 Berlind Festival þekkti andlitið. Vísir/GVA/SIGTRYGGUR ARI Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Sjónvarpskonan Berglind Festival leysti ráðgátuna um hver væri maðurinn á bak við umdeildan Twitter-reikning. Þetta segir sálfræðineminn Karólína Jóhannsdóttir sem ræddi málið í morgunþættinum Múslí á Útvarp 101 í morgun. Sjálf tók Karólína eftir að Þóri Sæmundssyni leikara hefði orðið á í messunni en naut aðstoðar Berglindar til að komast til botns í málinu. „Ég var á næturvakt og er búin að pæla mjög mikið í því hver væri á bakvið Boring Gylf Sig og vinkona mín sendi mér skjáskot um nóttina þar sem hann klúðraði að kroppa í burtu prófíl myndina sína,“ segir Karólína. Í gær kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en umræða um aðganginn hefur farið hátt á meðal Íslendinga á samskiptaforritinu. Aðgangurinn, sem var stofnaður í desember 2017, er settur upp undir nafni knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar sem nokkurs konar ádeiluaðgangur og hefur alla tíð verið nafnlaus. Karólína birti skjáskot af færslu sem @BoringGylfiSig birti í gær þar sem má sjá skjáskot af Instagram. Í neðra horni skjáskotsins mátti sjá prófíl mynd þess sem átti umræddan Instagram-aðgang og var ráðgátan um hver væri á bakvið @BoringGylfiSig þar með leyst. Karólína segir að um nóttina hafi þær fyrst rannsakað hvaða maður þetta væri en það hafi í raun lítið gengið. Því næst var ákveðið að senda myndina á eina þjóðþekkta Instagram-stjörnu í þeirri von um að hún vissi hver þetta væri. Karólína sendi myndina á Berglindi Pétursdóttur, betur þekkt sem Berglind Festival. Jæja. Let's go. @BoringGylfiSigpic.twitter.com/Yofqcg5mwc — karó (@karoxxxx) May 26, 2019 „Hún vissi hver þetta var og það var í raun Berglind Festival sem leysti ráðgátuna,“ segir Karólína. „Mér fannst bara fokking fyndið að Þórir Sæm væri á bakvið þennan reikning. Ef ég hefði komist að því að þetta væri bara einhver gæi út í bæ, þá væri maður ekkert að uppljóstra hver þetta væri en af því að Þórir hefur ákveðna baksögu á Twitter og sem manneskja,“ segir Karólína. Þórir hætti á Twitter á sínum tíma eftir að í ljós kom að hann hefði verið að senda óviðeigandi skilaboð. „Þetta var orðið frekar einsleitt hjá honum og frekar fyrirsjáanlegt,“ segir Karólína sem mun ekki sakna Boring Gylfa Sig en hún var í sambandi við Þórir Sæmundsson í gær. „Honum líður ekki vel og það er verið að kroppa ofan af frekar gömul sár hjá honum. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er hann líka pínu að spila sig sem fórnarlamb. Mér finnst erfitt að vorkenna manni sem er búinn að vera spúa hatri í skjóli nafnleysis.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Samfélagsmiðlar Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00 Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Leikari með umdeildan nafnlausan Twitter-aðgang: „Jæja það hlaut að koma að því“ Í dag kom í ljós að leikarinn Þórir Sæmundsson væri á bak við nafnlausa Twitter-aðganginn @BoringGylfiSig en aðgangurinn var stofnaður í desember árið 2017, um það bil mánuði eftir að hann var látinn fara frá Þjóðleikhúsinu. 26. maí 2019 17:00