Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 13:30 Sarah Connor er mætt aftur. Fyrsta stikla myndarinnar Terminator: Dark Fate hefur verið birt. Sú mynd gerist á eftir Terminator 2: Judgement Day og er þetta þriðja tilraunin til að endurræsa kvikmyndaseríuna vinsælu og er kannski hægt að segja að þessi þurrki þrjár myndir úr tímalínunni, þar sem þetta er sjötta Terminator-myndin. Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. Linda Hamilton er mætt aftur í hlutverki Söruh Connor. Það er óhætt að segja að hún hafi engu gleymt en Tortímandanum sjálfum, Arnold Schwarzenegger bregður einnig fyrir í stiklunni, sem er undarlegt, þar sem hann bræddi sjálfan sig í Judgement Day. Mögulega spilar tímaflakk þar inn í. Auk hans sjást tveir tortímandar til viðbótar. Gabriel Luna leikur einn sem virðist vera vondur. Hann getur búið til ný eintök af sjálfum sér. Hinn er leikinn af Mackenzie Davis. Hún virðist standa í því að vernda unga stúlku sem leikin er af Natalia Reyes gegn Luna. Þrátt fyrir að vera rúmar tvær mínútur að lengd gefur stiklan lítið sem ekkert upp. Hvar er John Connor til dæmis? Skynet virðist heldur ekki hafa unnið stríðið gegn mannkyninu á þessum tímapunkti. Tim Miller leikstýrir Dark Fate og er áætlað að hún verði frumsýnd í október. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Fyrsta stikla myndarinnar Terminator: Dark Fate hefur verið birt. Sú mynd gerist á eftir Terminator 2: Judgement Day og er þetta þriðja tilraunin til að endurræsa kvikmyndaseríuna vinsælu og er kannski hægt að segja að þessi þurrki þrjár myndir úr tímalínunni, þar sem þetta er sjötta Terminator-myndin. Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. Linda Hamilton er mætt aftur í hlutverki Söruh Connor. Það er óhætt að segja að hún hafi engu gleymt en Tortímandanum sjálfum, Arnold Schwarzenegger bregður einnig fyrir í stiklunni, sem er undarlegt, þar sem hann bræddi sjálfan sig í Judgement Day. Mögulega spilar tímaflakk þar inn í. Auk hans sjást tveir tortímandar til viðbótar. Gabriel Luna leikur einn sem virðist vera vondur. Hann getur búið til ný eintök af sjálfum sér. Hinn er leikinn af Mackenzie Davis. Hún virðist standa í því að vernda unga stúlku sem leikin er af Natalia Reyes gegn Luna. Þrátt fyrir að vera rúmar tvær mínútur að lengd gefur stiklan lítið sem ekkert upp. Hvar er John Connor til dæmis? Skynet virðist heldur ekki hafa unnið stríðið gegn mannkyninu á þessum tímapunkti. Tim Miller leikstýrir Dark Fate og er áætlað að hún verði frumsýnd í október.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein