Bjarni Ármannsson áttundi Íslendingurinn sem kemst á topp Everest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. maí 2019 07:41 Maímánuður er besti tími ársins til þess að klífa Everest. vísir/getty Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný. Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest.fréttablaðið/vilhelmFyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997. Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn. Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo. Everest Fjallamennska Nepal Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis og núverandi forstjóri Iceland Seafood, varð í morgun áttundi Íslendingurinn sem nær því afreki að komast á topp Everest-fjalls í Nepal sem er hæst tindur heims. Frá þessu er greint á mbl.is þar sem segir að Bjarni hafi náð áfanganum í morgun og sé lagður af stað niður á ný. Síðasti Íslendingurinn sem komst á topp Everest var Vilborg Arna Gissurardóttir. Hún náði tindinum fyrir tveimur árum, í maí 2017. Var hún sjöundi Íslendingurinn til að klífa Everest og fyrsta íslenska konan.Bjarni Ármannsson er áttundi Íslendingurinn til þess að ná toppi Everest.fréttablaðið/vilhelmFyrstu Íslendingarnir sem náðu á tind Everest voru þeir Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon. Þeir komust á toppinn í maí 1997. Í maí 2002 komst svo Haraldur Örn Ólafsson á topp fjallsins en það liðu ellefu ár þar til Íslendingar áttu eftir að komast aftur á toppinn. Árið 2013 komust þeir Leifur Örn Svavarsson og Ingólfur Geir Gissurarson báðir á toppinn en þó ekki með sama leiðangri. Rætt var við Sigrúnu Hrönn, eiginkonu Leifs Arnar Svavarssonar leiðsögumanns sem staddur er á Everest, í Bítinu í morgun og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan.Allir þeir Íslendingar sem náð hafa toppi Everest hafa klifið fjallið í maí sem er besti tími ársins til þess. Eins og sjá má á Facebook-færslunni hér fyrir neðan hefur verið örtröð á toppinn síðasta sólarhringinn eða svo.
Everest Fjallamennska Nepal Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Fleiri fréttir „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Sjá meira