Ingvar valinn besti leikarinn í Cannes Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. maí 2019 19:09 Ingvar E. Sigurðsson í Cannes ásamt Ídu Mekkín Hlynsdóttur, sem fer með hlutverk dóttur hans í myndinni. Mynd/Pierre Caudevelle Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar. Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson var í dag valinn besti leikarinn á Critics‘ Week-hátíðinni, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes. Ingvar fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Hvítur, hvítur dagur. Kvikmyndin er sú nýjasta úr smiðju Hlyns Pálmarssonar, leikstjóra og handritshöfundar, en hún var heimsfrumsýnd á hátíðinni úti í Frakklandi. Myndin er ein sjö kvikmynda sem valdar eru á Critics‘ Week en kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, vann SACD-verðlaunin á sömu hátíð í fyrra. Ingvar fékk Louis Roederer Foundation-verðlaunin sem veitt eru besta leikaranum, og merkt eru „rísandi stjörnu“ hátíðarinnar, fyrir hlutverk sitt sem lögreglustjórinn Ingimundur. Hvítur, hvítur dagur segir frá téðum lögreglustjóra sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Tökur á myndinni fóru fram á Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og í Oddskarði. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd hér á landi þann 6. september. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.Og í spilaranum hér að neðan má sjá viðtal við Ingvar á rauða dreglinum í Cannes í byrjun mánaðar.
Bíó og sjónvarp Cannes Tengdar fréttir Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56 Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30 Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Hvítur, hvítur dagur valin til þátttöku á Critics' Week á Cannes Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdnar hafa verið í keppni á Critics' Week. 22. apríl 2019 09:56
Hilmir Snær og Ingvar E. leika saman í kvikmynd í fyrsta skipti í nítján ár Hvítur, hvítur dagur, nýjasta kvikmynd leikstjórans og handritshöfundarins Hlyns Pálmasonar, er ein af sjö myndum sem valdar voru til að keppa á Critics' Week, einni af hliðardagskrám hinnar virtu Cannes kvikmyndahátíðar, þar sem hún verður heimsfrumsýnd. 6. maí 2019 15:30