Donni: Mér fannst dómarinn ömurlegur en við vorum léleg líka Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. maí 2019 21:43 Donni var eðlilega hundfúll með leikinn vísir/ernir „Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
„Það fór ansi margt úrskeiðis. Þetta var lélegur leikur af okkar hálfu og langversti leikurinn í sumar. Þær skora auðveld mörk og við sköpum okkur lítið fram á við. Heilt yfir ekki góð frammistaða,“ sagði vonsvikinn Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Þórs/KA í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa illa fyrir Breiðablik í stórleik 4.umferðar Pepsi Max deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Ummæli Donna í aðdraganda leiksins vöktu athygli þar sem hann var yfirlýsingaglaður og sagði Þór/KA hafa verið með betra lið en Breiðablik í fyrra og svo væri líka í ár. Hins vegar er það staðreynd að Þór/KA hefur tapað illa fyrir bæði Val og Breiðablik í upphafi móts. Donni gat ekki annað en viðurkennt að hans lið stæði ekki jafnfætis toppliðunum tveimur eins og staðan er í dag. „Ég get ekki sagt annað núna. Það væri bara fáranlegt. En mér finnst við ekki vera svona langt frá þessum liðum. Leikmannahópurinn er þannig að hann á geta haldið í við þessi lið, ekki spurning. Við stefnum þá bara að vinna það sem eftir er, eðlilega eins og öll lið. Við þurfum klárlega að gera betur en þetta og betur en við gerðum á móti Val. Við þurfum að gera betur þegar við spilum við þessi lið. Ég hef áfram fulla trú á því að liðið mitt geti það.“ Í kjölfarið hélt Donni reiðilestur yfir dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, án þess þó að kenna henni um úrslit leiksins. „En svona af því að ég er svo vanur að vera svo prúður, kátur og yfirlýsingaglaður þá vil ég koma því að mér fannst dómarinn ömurlegur. Mér fannst hún bara léleg í þessum leik, það verður að segjast eins og er. Það sáu það allir sem vilja og það er ýmislegt sem hefur gerst frá hennar hendi séð heilt yfir en hún tapaði ekki þessum leik; við vorum léleg líka,“ segir Donni. Dómgæslan fór augljóslega líka í taugarnar á leikmönnum Þórs/KA enda fékk liðið fjögur gul spjöld, þar af tvö fyrir kjaftbrúk. „Bríet er góð kona og allt það. Ég kann vel við hana en mér finnst hún ekkert spes í því sem hún er að gera hérna. Hún getur bara vonandi bætt sig eins og við og ég óska henni alls hins besta með það,“ sagði Donni. Áður hefur verið kvartað yfir því að þeir dómarar sem taldir eru í fremstu röð hér á landi dæmi ekki stærstu leikina í Pepsi Max deild kvenna. Donni tekur undir þá gagnrýni og segir skjóta skökku við að dómara sem er ekki treyst til að dæma í Pepsi Max deild karla sé treyst til að dæma einn stærsta leik sumarsins í Pepsi Max deild kvenna. „Þetta er frábær punktur og nákvæmlega það sem ég var að hugsa. Þetta eru bestu liðin sem eru að etja kappi, eða allavega í topp 3 og klárlega eigum við að fá bestu dómara landsins í þessa leiki. Hún er augljóslega ekki einn af þeim dómurum fyrst hún fær ekki að dæma í Pepsi Max deild karla. Það segir sig sjálft. KSÍ gæti kannski svarað því með að setja hana á leiki þar og sjá hvernig það fer,“ sagði Donni að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 1-4 Breiðablik | Óstöðvandi Blikar unnu stórsigur fyrir norðan Tvö efstu liðin í Pepsi Max deild kvenna í fyrra mættust á Þórsvelli á Akureyri í stórleik fjórðu umferðar deildarinnar. Íslandsmeistarar Blika fóru með öruggan þriggja marka sigur af hólmi. 21. maí 2019 21:30