Vinnur með raunveruleika og ímyndun Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 21. maí 2019 07:00 "Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Röskun er glæpasaga eftir Írisi Ösp Ingjaldsdóttur og jafnframt fyrsta skáldsaga hennar. „Ég hef aðallega skrifað smásögur,“ segir Íris sem sótti á sínum tíma námskeið í skapandi skrifum hjá Þorvaldi Þorsteinssyni og Björgu Árnadóttur og lærði einnig leikritun hjá Hlín Agnarsdóttur. „Þessi námskeið nýttust mér, bæði í sambandi við hugmyndavinnu og einnig sem hvatning til að halda áfram að skrifa,“ segir hún. Röskun er gefin út af Sölku. „Ég er mjög lánsöm að þær Dögg og Anna Lea hjá Sölku hafi haft trú á sögunni og mér sem höfundi, þær eru miklir fagmenn.“ Spurð hvers vegna hún haf i ákveðið að skrifa glæpasögu segir hún: „Mig langaði til að prófa spennusagnaformið, ná lesandanum og reyna að halda honum spenntum í gegnum söguna. Í Röskun er ég að vinna með mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar. Sagan fjallar um Heru sem er nýflutt í nýja íbúð. Eftir flutningana fer henni að líða undarlega. Hún finnur fyrir óþægilegri nærveru, upplifir óhugnanlega atburði og fer að glíma við þá spurningu hvað sé raunverulegt og hvað ímyndað. Hugmyndin mín var að lesandinn þyrfti að svara þessum spurningum um leið og hún. Síðan fléttast inn önnur saga um Stellu sem bjó áður í íbúðinni með fjölskyldu sinni. Eftir því sem líður á söguna kemur ýmislegt í ljós sem útskýrir upplifun Heru. Ég hef strax fengið mjög jákvæð viðbrögð frá lesendum sem tala margir um að hafa átt erfitt með að leggja bókina frá sér og er bjartsýn á framhaldið.“Aðdáandi Stephen King Íris les ýmiss konar bækur, meðal annars spennusögur og fagurbókmenntir. „Ég hef haft minni tíma til að lesa en ég gjarnan vildi en lesturinn hefur aukist síðan ég byrjaði í leshring með skemmtilegum konum. Ég mæli með því fyrir alla að koma sér í slíkan félagsskap. Það sem ég leita eftir í bók er góð persónusköpun og einhverju sem knýr söguna áfram. Þegar kemur að spennusögum er ég mikill Stephen King aðdáandi. Hann á flottar perlur inn á milli og er til dæmis snillingur í að dýpka persónusköpun með endurlitum þar sem hann varpar ljósi á hvað persónan er að upplifa.“ Fleiri hugmyndir Íris starfar sem lögfræðingur og er spurð hvort það sé eitthvað í því starfi sem nýtist henni við skriftirnar. „Í vinnunni er ég alltaf að vinna með texta og þarf að stytta hann, gera hann hnitmiðaðan og koma því vel til skila sem ég vil segja. Ég held að þetta hljóti að þjálfa mann heilmikið.“ Hún segist ætla að halda áfram að skrifa. „Mig langar til að halda áfram með spennusagnafornið. Ég er komin með fleiri hugmyndir og ætla að vinna áfram með þær.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira