Skemmdarvargar herja á leikskóla í Árbæ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. maí 2019 22:13 Aðkoman að leikskólanum var heldur ófrýnileg í morgun. Facebook/Guðlaug Kristindsdóttir Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa ítrekað verið unnar umtalsverðar skemmdir á leikskólanum Rofaborg í Árbæ. Fyrri skipti hafa starfsmenn leikskólans mætt til vinnu þegar búið var að brjóta eina eða tvær rúður. Í dag tók steininn úr þegar tíu brotnar rúður mættu starfsfólki skólans. Í Facebook-færslu sem Guðlaug Kristinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri deildi inn á hóp ætlaðan íbúum Árbæjar segir að undanfarnar vikur hafi reynst starfsfólki og börnum á Rofaborg erfiðar. „Mikil skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu okkar og lóð. Í byrjun var verið að brjóta 1-2 rúður í einu. „Umferðarspegill“ sem við notum til að fylgjast með blindu horni var eyðilagður. Þakklæðning á nýrri byggingunni okkar eru steinhnullungar og nokkrum sinnum höfum við þurft að týna þá upp út um allan garð eftir að einhverjir hafa gert sér leik að því að henda þeim niður af þakinu. Það er ekki gaman að koma ítrekað að húsinu og lóðinni í þessu ástandi.“Búið er að brjóta á annan tug rúða í húsinu.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirEins og áður segir náði eyðileggingin sem leikskólinn hefur mátt þola hámarki í gærkvöldi eða nótt, en í morgun kom starfsfólk að tíu nýbrotnum rúðum á húsnæði Rofaborgar. Þrjár af fimm deildum leikskólans eru nú að miklu leyti myrkvaðar, þar sem búið er að negla þjalir fyrir þær rúður sem brotnar hafa verið. Í samtali við fréttastofu sagði Þórunn Gyða Björnsdóttir, leikskólastjóri Rofaborgar, að alls væri búið að brjóta 15 rúður á síðasta mánuðinum. Einlægur ásetningur skemmdarvarganna til að brjóta og eyðileggja sé augljós.Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir„Það eru stórir hnullungar teknir og þeim grýtt í gegn um rúðurnar af miklu afli og það er nánast eins og síðustu nótt hafi verið genginn berserksgangur um lóðina.“ Skemmdarvargarnir virðast þó ekki hafa látið sér nægja að brjóta rúður leikskólans þar sem einnig er búið að vinna skemmdir á grindverki sem afmarkar lóð leikskólans, ljós í nálægum ljósastaurum og spegil sem ætlað er að hjálpa fólki að sjá fyrir blindhorn. „Þetta er náttúrulega verst fyrir börnin. Þau hafa ekki skilning á því hvers vegna einhver vill skemma leikskólann þeirra,“ segir Þórunn.Skemmdir voru einnig unnar á grindverki umhverfis leikskólalóðina.Facebook/Guðlaug KristinsdóttirAð lokum biðlar Þórunn til íbúa hverfisins að láta vita, sjái þeir einhverjar grunsamlegar mannaferðir við Rofaborg. „Ef það eru einhverjar ábendingar, einhver vitni eða einhver sem getur gefið okkur eða lögreglunni vísbendingar um hverjir þetta hugsanlega geta verið. Þetta er mjög mikil vanvirðing við vinnustað barnanna og þau skilja ekki af hverju einhver vill skemma leikskólann þeirra.“Facebook/Guðlaug Kristinsdóttir
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira