Loftbelgurinn flaug bara örstutt í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 31. maí 2019 22:10 Loftbelgurinn kominn á loft við Loftleiðahótelið í kvöld, tjóðraður við öryggisbönd. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld: Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Loftbelgurinn, sem kominn er til landsins vegna flugsýningarinnar í Reykjavík á morgun, fór aftur á loft í kvöld, í tengslum við beina útsendingu í fréttum Stöðvar 2. Áhorfendur gátu séð loftbelgsstjórana senda gaslogana inn í belginn til að hita upp loftið um leið og rætt var við Matthías Sveinbjörnsson, forseta Flugmálafélags Íslands, um borð í körfu loftbelgsins. Hann lyftist svo frá jörðinni rétt eftir að útsendingunni sleppti.Forseti Flugmálafélagsins á tali við fréttamann Stöðvar 2 eftir að loftbelgurinn sleppti jörðinni. Fullmikil gjóla kom í veg fyrir að öryggisböndin yrðu losuð og belgurinn færi í frjálst flug.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugið í kvöld var þó bara örstutt, miðað við flugið í gærkvöldi. Þegar loftbelgurinn var kominn í nokkurra metra hæð við Loftleiðahótelið var ákveðið að losa ekki öryggisböndin, sem hefðu sleppt honum lausum á flug. Gjóla af suðvestri þótti fullmikil, að mati stjórnenda belgsins, en vindurinn hefði beint honum í átt að byggingarkrönum á Valssvæðinu. Loftbelgsstjórarnir Mikael Klingberg frá Noregi og Anders Brobjer frá Svíþjóð sýndu áhorfendum í beinni útsendingu hvernig loftið inni í belgnum er hitað upp, en við það verður það léttara en loftið utan belgsins og lyftikraftur skapast.Gasloginn hitar upp loftið inni í belgnum og þannig skapast lyftikrafturinn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Jafnframt skýrði Matthías frá helstu dagskráratriðum flugdagsins milli klukkan 12 og 16 á morgun en flugatriðin verða milli klukkan 13 og 15. „Það eru tugir loftfara sem verða til sýnis á jörðinni og síðan á annan tug véla sem verða á lofti, - þeirra á meðal þessi loftbelgur, - alveg frá stærstu þotum, eins og Boeing 757 frá Icelandair og alveg niður í smæstu dróna, og allt þar á milli. Þannig að við erum að reyna að sýna flóru flugsins á Íslandi,“ sagði Matthías.Frá loftbelgsfluginu yfir Reykjavík í gærkvöldi.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.Sjálfur var hann í loftbelgnum þegar hann flaug yfir borgina í seint gærkvöldi. „Það er alveg stórkostleg tilfinning. Það er varla hægt að lýsa því.“ Matthías var einnig farþegi um borð í Catalina-flugbátnum þegar hann lenti á Þingvallavatni síðdegis í gær. Hann segir að það verði ævintýri að sjá hana á lofti á flugsýningunni, sem haldin er í tilefni 100 ára afmælis flugs á Íslandi.Horft úr Catalinu yfir Þingvallavatn síðdegis í gær. Sandey sést næst.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson.„Það var virkilega gaman að sjá þessa vél sem er svo stór hluti af íslenskri flugsögu, að vera með okkur á þessum tímamótum. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Matthías. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 frá flugvellinum í kvöld:
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Flugferðin með loftbelgnum yfir Reykjavík var ólýsanleg Forseti Flugmálafélags Íslands fann fyrir lofthræðslu í fimmtán mínútna flugferð í belgnum yfir borginni. 30. maí 2019 23:34
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08
Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. 30. maí 2019 22:41