Elton John gefst upp á heimalandinu: „Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 31. maí 2019 14:49 Óhætt er að segja að tónlistarmaðurinn sé dauðþreyttur á breskum stjórnmálum. Getty/Chris Jackson Tónlistarmaðurinn Elton John, sem vissulega er frá Bretlandi, segist dauðskammast sín fyrir það hvernig bresk stjórnvöld hafa haldið á spöðunum allt frá upphafi Brexit-málsins. Hann segist nú titla sig sem Evrópubúa frekar en Breta. Hann kom djúpstæðri óánægju sinni á framfæri á tónleikum sem hann hélt í ítölsku borginni Veróna á miðvikudagskvöldið síðasta. „Ég skammast mín fyrir heimalandið mitt og það sem gengið hefur á. Þetta hefur sundrað fólki. Ég er kominn með dauðans ógeð af stjórnmálamönnum og sér í lagi þeim bresku. Ég er kominn með upp í kok af Brexit. Ég er Evrópubúi. Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elton John úthúðar breskum stjórnmálamönnum. Síðasta sumar sagði hann að spunameistarar hefðu logið að breskum almenningi, alveg frá upphafi málsins. „Þeim var lofað einhverju sem var með öllu fáránlegt og ekki í samræmi við efnahagslegan veruleika.“ Tónleikarnir í Veróna voru liður í síðasta tónleikaferðalagi Eltons John um heiminn. Tónlistarmaðurinn er með sjálfsævisögu í bígerð en hann stefnir að því að gefa út hið sjálfsævisögulega rit með haustinu. Rocketman, kvikmynd sem er byggð á ævi söngvarans, er þegar komin í kvikmyndahús en hún fjallar um tímabilið þegar hann braust til frægðar og glímu hans við fíknina. Bretland Brexit Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30 Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Elton John, sem vissulega er frá Bretlandi, segist dauðskammast sín fyrir það hvernig bresk stjórnvöld hafa haldið á spöðunum allt frá upphafi Brexit-málsins. Hann segist nú titla sig sem Evrópubúa frekar en Breta. Hann kom djúpstæðri óánægju sinni á framfæri á tónleikum sem hann hélt í ítölsku borginni Veróna á miðvikudagskvöldið síðasta. „Ég skammast mín fyrir heimalandið mitt og það sem gengið hefur á. Þetta hefur sundrað fólki. Ég er kominn með dauðans ógeð af stjórnmálamönnum og sér í lagi þeim bresku. Ég er kominn með upp í kok af Brexit. Ég er Evrópubúi. Ég er ekki heimskur, nýlendudrottnandi, heimsvaldasinnaður, breskur fáviti.“ Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Elton John úthúðar breskum stjórnmálamönnum. Síðasta sumar sagði hann að spunameistarar hefðu logið að breskum almenningi, alveg frá upphafi málsins. „Þeim var lofað einhverju sem var með öllu fáránlegt og ekki í samræmi við efnahagslegan veruleika.“ Tónleikarnir í Veróna voru liður í síðasta tónleikaferðalagi Eltons John um heiminn. Tónlistarmaðurinn er með sjálfsævisögu í bígerð en hann stefnir að því að gefa út hið sjálfsævisögulega rit með haustinu. Rocketman, kvikmynd sem er byggð á ævi söngvarans, er þegar komin í kvikmyndahús en hún fjallar um tímabilið þegar hann braust til frægðar og glímu hans við fíknina.
Bretland Brexit Ítalía Tónlist Tengdar fréttir Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00 Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29 Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30 Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28 Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Frumsýning á Rocketman í London Rocketman fjallar um líf og starf tónlistarmannsins Eltons John. Hún var frumsýnd með pompi og prakt í London fyrr í vikunni. 30. maí 2019 07:00
Rifja upp hjartnæma sögu Eltons af hinstu dögum Freddie Mercury Alþjóðlegi HIV/alnæmisdagurinn er haldinn 1. desember ár hvert og því hefur umrætt brot úr bókinni farið í umferð nú. 2. desember 2018 09:29
Elton John á tónleika sama dag og bikarúrslitaleikurinn fer fram Sir Elton John á að spila á tónleikum sama dag og hans ástkæra Watford leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni. 10. apríl 2019 12:30
Stikla úr nýrri mynd um Elton John birt Stikla úr nýrri mynd um líf söngvarans litríka, Elton John, var gefin út í dag. Myndin mun bera heitið Rocketman. 1. október 2018 18:28