Bíó og sjónvarp

Aladdin malar gull þrátt fyrir misjafna dóma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Will Smith leikur andann.
Will Smith leikur andann.
Þann 24. maí var endurgerð Aladdin-myndarinnar frumsýnd um heim allan en teiknimyndin kom út árið 1992.

Will Smith leikur Andann í kvikmyndinni sem er að þessu sinni leikinn. Myndin sem kom út árið 1992 var teiknimynd og skartaði Scott Weinger í hlutverki Aladdins og Robin Williams í hlutverki andans. Felix Bergsson og Laddi túlkuðu sömu hlutverk í íslenskri þýðingu myndarinnar.

Hin nýja Disney-mynd er í leikstjórn breska leikstjórans Guy Ritchie. Mena Massoud leikur Aladdin, Naomi Scott leikur Jasmín en á fyrstu dögunum hafa fjölmargir séð kvikmyndina í kvikmyndahúsum, þrátt fyrir misjafna dóma sérfræðinga.

Aladdin tók inn 86,1 milljón dollara, 10 milljarða íslenskra króna, um opnunarhelgina og gerði því betur en John Wick 3. Aladdin kostaði 180 milljónir dollara í framleiðslu og er talið að kvikmyndaframleiðandinn nái þeim fjármunum til baka. Á vefsíðunnni IMDB er Aladdin með 7,4 í einkunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.