Örlagaárið þegar Eiríkur greindist með krabba, var tekinn fullur og fór frá fjölskyldunni Stefán Árni Pálsson skrifar 31. maí 2019 10:30 Eiríkur Hauksson fór yfir ferilinn í Íslandi í dag. Eiríkur Hauksson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar en ferilinn spannar rúm fjörutíu ár og nær allt frá þungarokki yfir í Eurovision. Eiríkur er fæddur þann 4. júlí árið 1959 og fagnar því sextugsafmælinu eftir rúman mánuð. Það var vel við hæfi þegar Ásgeir Erlendsson settist niður með honum á sviðinu í Eldborg og fór yfir ferilinn í Íslandi í dag á miðvikudagskvöldið en þar ætlar hann einmitt að halda upp á áfangann með stórtónleikum á sjálfan afmælisdaginn. „Mamma segir að þetta byrji allt saman næstum því frá vöggu. Hún segir að frá því að ég var þriggja ára var hún með lítinn skemil inni í svefnherbergi og þegar hún fékk einhverja gesti náði litli pjakkurinn í skemilinn og krafðist þess að fá að syngja Svífur yfir Esjunni,“ segir Eiríkur Hauksson. Tónlistarsmekkur Eiríks átti þó eftir að harðna umtalsvert enda byrjaði hann ungur að hlusta á Black Sabbath, Deep Purple og Led Zeppelin. „Ég man eftir Alice Cooper og maður horfði á hann og hugsaði, vá mega menn vera með svona sítt hár. Þetta vil ég.“ Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður og spilaði upp alla yngri flokka Þróttar en valdi á endanum tónlistina. „Ég held að það sé alveg sama hvað leiðir ég hefði valið, ég hefði alltaf endað í tónlistinni, það var algjörlega óumflúið.“Eiríkur með fjölskyldu sinni á sínum tíma.Eiríkur vakti strax mikla athygli fyrir afbragðs sönghæfileika og rokkstjörnulífernið var aldrei langt undan á þessum upphafsárum ferilsins. „Það er eiginlega skömm frá því að segja að það var jafn sjálfsagt að spila vel á föstudegi eða laugardagskvöldi og að passa að hafa brennivínsflöskuna og tappinn fór í Ártúnsbrekkunni. Þetta var þetta líf sem var freistandi fyrir nítján ára töffara. Það var mikið búsað og það er ekkert hægt að horfa fram hjá því.“ Árið 1980 fékk Eiríkur til liðs við sig Pétur Kristjánsson söngvara og hljómsveitin Start varð til en lögin Seinna Meir og Sekur nutu gríðarlegra vinsælda. „Við vorum alltaf að spá hvað við gætum gert til að ná meiri athygli. Við töluðum við Pétur Kristáns sem var hættur þarna. Hann varð síðan minn besti vinur í mörg ár og fór allt of fljótt og ég held ég hafi erft þó nokkuð marga takta eftir gamla.“ Þrátt fyrir að áhuginn lægi í þungarokkinu má segja að tvö dægurlög Gunnars Þórðarsonarhafi komið Eiríki rækilega á kortið en árið 1985 söng hann lögin Gull og Gaggó Vest á plötunni Borgarbragur og þá var ekki aftur snúið. „Þau lög voru samtímis í fyrsta og öðru sæti á vinsældalistum hérna heima,“ segir Eiríkur sem upplifir það alltaf á tónleikum að hann verði einfaldlega að taka Gaggó Vest. Eiríkur er kvæntur Helgu Steingrímsdóttur og saman eiga þau tvær dætur. Fyrir tæpum tuttugu árum greindist hann með krabbamein en hann segir að í kringum þann tíma hafi mikið gengið á í hans lífi.ICY hópurinn átti að vinna Eurovision árið 1986 en niðurstaðan var 16.sæti.„Ég hélt eins og margir aðrir að ég væri ósigrandi á öllum vígstöðum og þá kom þetta. Ég tók út slæma pakkann á einu ári. Ég flyt frá fjölskyldunni og hélt að grasið væri eitthvað grænna hinu megin. Greinist með krabbamein og þarf að glíma við það. Svo þegar ég er búinn að því keyri ég fullur og missi prófið. Þetta var örlagaárið mitt, 2001 og 2002. Það kom þessi rosalega skömm eftir að ég er tekinn undir stýri og maður hugsaði bara hingað og ekki lengra.“ Árið 1986 sigraði lagið Gleðibankinn í Söngvakeppni sjónvarpsins og í kjölfarið myndaði Ríkisútvarpið ICY hópinn sem var skipaður þeim Eiríki, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. „Þar með hófst mjög geðveikt tímabil og í margar vikur fyrir keppnina upplifði maður sig eins og strákana í boltanum í dag, þjóðin stóð við bakið á sínu liði. Við vorum að fara til Noregs til að vinna. Þetta var draumur í dós þangað til að stigagjöfin kom. Mér leið ábyggilega nákvæmlega eins og strákum og stelpum í íþróttum þegar það kemur stórtap, þú hefur svikið land og þjóð.“ Eiríkur lét ekki þar við sitja heldur keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 1991 og svo aftur fyrir Ísland árið 2007. Á hátindi tónlistarferilsins tók Eiríkur þá ákvörðun að flytja til Noregs ásamt fjölskyldunni en undanfarin ár hefur Eiríkur starfað þar sem kennari ásamt því að syngja. Sextugsafmælistónleikar Eiríks fara fram eins og áður sagði á afmælisdaginn sjálfan þann 4. júlí og Eiríkur segir góða tilfinningu fylgja því að eldast en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira
Eiríkur Hauksson er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar en ferilinn spannar rúm fjörutíu ár og nær allt frá þungarokki yfir í Eurovision. Eiríkur er fæddur þann 4. júlí árið 1959 og fagnar því sextugsafmælinu eftir rúman mánuð. Það var vel við hæfi þegar Ásgeir Erlendsson settist niður með honum á sviðinu í Eldborg og fór yfir ferilinn í Íslandi í dag á miðvikudagskvöldið en þar ætlar hann einmitt að halda upp á áfangann með stórtónleikum á sjálfan afmælisdaginn. „Mamma segir að þetta byrji allt saman næstum því frá vöggu. Hún segir að frá því að ég var þriggja ára var hún með lítinn skemil inni í svefnherbergi og þegar hún fékk einhverja gesti náði litli pjakkurinn í skemilinn og krafðist þess að fá að syngja Svífur yfir Esjunni,“ segir Eiríkur Hauksson. Tónlistarsmekkur Eiríks átti þó eftir að harðna umtalsvert enda byrjaði hann ungur að hlusta á Black Sabbath, Deep Purple og Led Zeppelin. „Ég man eftir Alice Cooper og maður horfði á hann og hugsaði, vá mega menn vera með svona sítt hár. Þetta vil ég.“ Hann þótti afar efnilegur knattspyrnumaður og spilaði upp alla yngri flokka Þróttar en valdi á endanum tónlistina. „Ég held að það sé alveg sama hvað leiðir ég hefði valið, ég hefði alltaf endað í tónlistinni, það var algjörlega óumflúið.“Eiríkur með fjölskyldu sinni á sínum tíma.Eiríkur vakti strax mikla athygli fyrir afbragðs sönghæfileika og rokkstjörnulífernið var aldrei langt undan á þessum upphafsárum ferilsins. „Það er eiginlega skömm frá því að segja að það var jafn sjálfsagt að spila vel á föstudegi eða laugardagskvöldi og að passa að hafa brennivínsflöskuna og tappinn fór í Ártúnsbrekkunni. Þetta var þetta líf sem var freistandi fyrir nítján ára töffara. Það var mikið búsað og það er ekkert hægt að horfa fram hjá því.“ Árið 1980 fékk Eiríkur til liðs við sig Pétur Kristjánsson söngvara og hljómsveitin Start varð til en lögin Seinna Meir og Sekur nutu gríðarlegra vinsælda. „Við vorum alltaf að spá hvað við gætum gert til að ná meiri athygli. Við töluðum við Pétur Kristáns sem var hættur þarna. Hann varð síðan minn besti vinur í mörg ár og fór allt of fljótt og ég held ég hafi erft þó nokkuð marga takta eftir gamla.“ Þrátt fyrir að áhuginn lægi í þungarokkinu má segja að tvö dægurlög Gunnars Þórðarsonarhafi komið Eiríki rækilega á kortið en árið 1985 söng hann lögin Gull og Gaggó Vest á plötunni Borgarbragur og þá var ekki aftur snúið. „Þau lög voru samtímis í fyrsta og öðru sæti á vinsældalistum hérna heima,“ segir Eiríkur sem upplifir það alltaf á tónleikum að hann verði einfaldlega að taka Gaggó Vest. Eiríkur er kvæntur Helgu Steingrímsdóttur og saman eiga þau tvær dætur. Fyrir tæpum tuttugu árum greindist hann með krabbamein en hann segir að í kringum þann tíma hafi mikið gengið á í hans lífi.ICY hópurinn átti að vinna Eurovision árið 1986 en niðurstaðan var 16.sæti.„Ég hélt eins og margir aðrir að ég væri ósigrandi á öllum vígstöðum og þá kom þetta. Ég tók út slæma pakkann á einu ári. Ég flyt frá fjölskyldunni og hélt að grasið væri eitthvað grænna hinu megin. Greinist með krabbamein og þarf að glíma við það. Svo þegar ég er búinn að því keyri ég fullur og missi prófið. Þetta var örlagaárið mitt, 2001 og 2002. Það kom þessi rosalega skömm eftir að ég er tekinn undir stýri og maður hugsaði bara hingað og ekki lengra.“ Árið 1986 sigraði lagið Gleðibankinn í Söngvakeppni sjónvarpsins og í kjölfarið myndaði Ríkisútvarpið ICY hópinn sem var skipaður þeim Eiríki, Helgu Möller og Pálma Gunnarssyni. „Þar með hófst mjög geðveikt tímabil og í margar vikur fyrir keppnina upplifði maður sig eins og strákana í boltanum í dag, þjóðin stóð við bakið á sínu liði. Við vorum að fara til Noregs til að vinna. Þetta var draumur í dós þangað til að stigagjöfin kom. Mér leið ábyggilega nákvæmlega eins og strákum og stelpum í íþróttum þegar það kemur stórtap, þú hefur svikið land og þjóð.“ Eiríkur lét ekki þar við sitja heldur keppti fyrir hönd Noregs í keppninni árið 1991 og svo aftur fyrir Ísland árið 2007. Á hátindi tónlistarferilsins tók Eiríkur þá ákvörðun að flytja til Noregs ásamt fjölskyldunni en undanfarin ár hefur Eiríkur starfað þar sem kennari ásamt því að syngja. Sextugsafmælistónleikar Eiríks fara fram eins og áður sagði á afmælisdaginn sjálfan þann 4. júlí og Eiríkur segir góða tilfinningu fylgja því að eldast en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Richard Chamberlain er látinn Lífið Löng fangelsisvist blasir við popparanum Lífið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fleiri fréttir VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Sjá meira