Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 22:41 Fljúgandi skókassar, kallast þessar kassalöguðu flutningavélar, af gerðinni Short Skyvan. Þær urðu alræmdar á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu, sem notaði þær til að varpa andstæðingum lifandi frá borði yfir hafi. Vísir/KMU. Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08