Fljúgandi skókassar, óvæntur þristur og loftbelgur – allt að gerast yfir Reykjavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 30. maí 2019 22:41 Fljúgandi skókassar, kallast þessar kassalöguðu flutningavélar, af gerðinni Short Skyvan. Þær urðu alræmdar á tímum herforingjastjórnarinnar í Argentínu, sem notaði þær til að varpa andstæðingum lifandi frá borði yfir hafi. Vísir/KMU. Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún. Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Það er ekki aðeins að Catalina hafi lent í borginni í dag, - það hefði þurft fjörugt ímyndunarafl til að láta sig dreyma um öll þau fjölbreyttu flugför sem sést hafa á Reykjavíkurflugvelli síðustu klukkustundir. Síðdegis sáust tveir „fljúgandi skókassar“ koma inn til lendingar, en það viðurnefni er notað um einhverjar undarlegustu flugvélar samtímans, af gerðinni Short Skyvan. Þær millilentu hér á leið frá Skotlandi og er áformað að þær fljúgi áfram vestur um haf í fyrramálið.Fimmtándi þristurinn lenti óvænt i Reykjavík í kvöld, - það var bara búist við fjórtán.Vísir/KMU.Á tíunda tímanum í kvöld birtist enn einn þristurinn á leið til Normandí, sá fimmtándi í röðinni. Hann var óvæntur, þristarnir áttu bara að vera fjórtán. Það átti enginn von á honum, sagði starfsmaður flugþjónustunnar Reykjavik FBO. Það var samt tekið vel á móti honum og honum boðið stæði hjá Catalinu og Páli Sveinssyni.Annar "skókassinn" og Páll Sveinsson.Vísir/KMU.Þristurinn óvænti og Catalina við Loftleiðahótelið í kvöld.Vísir/KMU.Á sama tíma voru Norðmaður og Svíi í Fluggörðum að búa sig undir að blása upp loftbelg sem þeir ætluðu að setja á loft í kyrrviðrinu yfir Reykjavík í kvöld. Einhver reikistefna varð þó gagnvart flugmálayfirvöldum, Isavia og Samgöngustofu. Engar reglur fundust sem leyfðu flug á loftbelg í stjórnuðu loftrými Reykjavíkurflugvallar.Beðið leyfis í kvöld til að fá að blása upp loftbelginn og fljúga honum í stillunni.Vísir/KMU.Því kom til tals að flytja loftbelginn upp á Sandskeið og setja hann þar á loft í kvöld. Um hálfellefuleytið í kvöld fékkst loks leyfi til að láta hann fara á loft í borginni, og var þá byrjað í kappi við tímann að blása hann upp, en óvíst hvort það takist áður en næturlokun flugvallarins tekur gildi klukkan ellefu. Uppfært klukkan 23:04: Loftbelgurinn er farinn á loft og svífur nú yfir Reykjavík. Uppfært klukkan 23:11: Loftbelgurinn sveif yfir Reykjavík í 10 til 15 mínútur og lenti við Höfða við Borgartún.
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00 Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Vélin var notuð við kafbátaleit og til að verja skipalestir hér við land Elsti flughæfi flugbáturinn sem staðsettur var á Íslandi í síðari heimstyrjöldinni endurnýjaði kynni sín við landið þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í dag. 30. maí 2019 21:00
Katalínan lendir á Þingvallavatni Áhöfn Catalina-flugbátsins, sem lenti í Reykjavík í dag, eftir nærri sex tíma flug frá Skotlandi, ákvað óvænt á fjórða tímanum að fara í útsýnisflug um suðvesturhornið. 30. maí 2019 16:08