Björgunin á Ísafirði: „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. júní 2019 10:35 Mennirnir voru í snarbröttum klettum í Naustahviflt. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Ísafirði þurftu næstum því að fara á fjórum fótum til bjargar tveimur mönnum sem komu sér í sjálfheldu í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði í nótt. Mennina tvo sakaði ekki en voru orðnir kaldir og hraktir. Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp fengu tilkynningu á tólfta tímanum um að tveir menn væru í sjálfheldu í miklu brattlendi í austan megin í Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði, nánar tiltekið í Nautahvilft. Þrír hópar björgunarsveitarmanna gengu á fjallið en aðstæður í fjallinu voru erfiðar, snjór og krapi. Jón Arnar Gestsson er í svæðisstjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum og tók hann þátt í aðgerðum í nótt.Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.Landsbjörg„Veður var mjög gott. Það var ekki það sem var að hrjá. Þetta er í snarbröttum klettum þar sem að þeir komust í sjálfhelduna. Annar þeirra hafði nú ekki komist eins hátt og fljótlega komumst við að honum en hinn var hærra í fjallinu. Það var erfiðara að eiga við hann,” segir Jón Arnar Gestsson, í svæðisstjórn björgunarsveita á Vestfjörðum. Mennirnir höfðu orðið viðskila. Erfitt reyndist að staðsetja þá nákvæmlega en þeir voru í um sjö hundruð metra hæð. Tveimur tímum eftir að útkallið barst komust björgunarsveitarmenn að fyrri manninum og tókst að koma honum úr sjálfheldunni og niður fyrir kletta. „Hann hékk þarna á klettasyllu og gat sig hvergi hreyft. Þeir þurftu að klæða hann í fjallabúnað, mannbrodda og ísaxir og sigbúnað til þess að koma honum þaðan,” segir Jón Arnar.Hér má sjá hvar mennirnir voru í Nausthvilft.LandsbjörgEkki sást til hins mannsins en hann var í kallfæri og heyrði í björgunarsveitarmönnum. Eftir að tekist hafði að staðsetja hann í fjallinu kom í ljós að engin augljós leið væri til hans og var því þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út. „Það var ekkert annað í boði. Það var eins og ég segi. Seinni maðurinn sást ekkert fyrr en um seint og um síður og það var ekki hægt að komast að honum, hvorki ofan frá né neðan,” segir Jón Arnar. Á sjötta tímanum í morgun tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar að koma manninum niður úr fjallinu eftir að hafa híft hann um borð. Hann var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn, en óslasaður. Jón Arnar segir aðstæðurnar í fjallinu mjög hættulegar. Þetta er alveg snarbratt þarna. Menn fóru upp á fjórum fótum eins og maður segir. Ef að menn hefðu misst fæturna þá hefðu þeir rúllað langt niður,” segir Jón Arnar.Hér má sjá þegar annar mannanna er hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar.LHGLandsbjörg
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Þyrlan kölluð út vegna manna í sjálfheldu í Naustahvilft Voru 700 metra yfir sjávarmáli og í miklum bratta. 9. júní 2019 07:52