Breyta þurfi kennarastarfinu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. júní 2019 08:00 Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir að auka þurfi áhuga nemenda. Fréttablaðið/Sigtryggur „Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli. Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli.
Skóla - og menntamál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira