Sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs hafi skert aksturshæfni ökumanns í banaslysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. júní 2019 10:59 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa. Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Talið er sennilegt að uppsöfnuð umbrotsefni lyfs, sem og lyfið sjálft, sem ökumaður Nissan Micra bifreiðar sem lést í bílslysi í Öxnadal í júní árið 2017, tók að staðaldri samkvæmt læknisráði hafi skert aksturshæfni hans. Ekkert bendir til þess að ökumaðurinn hafi misnotað lyfið og skammtastærðir voru innan venjulegra marka.Þetta kemur fram ískýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa vegna slyssinssem kom út í gær. Þar segir að slysið hafi orðið með þeim hætti að Nissan Micra bifreið hafi verið ekið norður Norðurlandsveg og Suzuki Swift bifreið ekið í gagnstæða átt.Í Nissan bifreiðinni var auk ökumanns, farþegi í framsæti, en ökumaður Suzuki bifreiðarinnar var einn í bifreiðinni. Veður var gott og vegurinn var þurr. Rétt áður en bifreiðarnar mættust á veginum var Nissan bifreiðinni, að sögn vitna, ekið yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Suzuki bifreiðina og lentu bifreiðarnar saman á vegarhelmingi Suzuki bifreiðarinnar.Ökumaður Nissan-bifreiðarinnar, kona á níræðisaldri, var úrskurðuð látin á sjúkrahúsinu á Akureyri. Farþegar bifreiðanna tveggja slösuðust ekki alvarlega.Engar veglínur á vegarkaflanum Í skýrslunni kemur fram að slysið hafi átt sér stað í dagsbirtu og vegurinn hafi verið þurr. Nýlögð klæðning var á veginum og var ekki búið að mála mið- eða kantlínur á veginn þegar slysið varð. Erfiðara geti verið fyrir ökumenn að meta hvar bifreiðin er á veginum þegar mið- og kantlínur séu ekki fyrir hendi.Ljósmynd tekin í norðurátt við Þjóðveg 1 í Öxnadal. Rauður punktur sýnir hvar slysið átti sér stað.Mynd/RNSANiðurstöður áfengis- og lyfjamælinga hjá ökumanni Nissan bifreiðarinnar sýndu að ökumaður var ekki undir áhrifum áfengis eða ólöglegra vímuefna. Í skýrslunni kemur fram að ökumaður Nissan bifreiðarinnar tók inn lyf að staðaldri samkvæmt læknisráði. Lyfið mældist innan eðlilegra marka í blóði en styrkur virks umbrotaefnis lyfsins mældist mjög hár og benti til eitrunar. „Umbrotaefnið hefur lengri helmingunartíma en lyfið og getur safnast fyrir í líkama þeirra sem nota lyfið ef líkamsstarfssemi þeirra er skert eða lyfið er notað í stórum skömmtum. Ekkert hefur komið fram sem bendir til misnotkunar á lyfinu hjá ökumanni og skammtastærðir voru innan venjulegra marka,“ segir í skýrslunni. Sem fyrr segir er talið sennilegt að lyfið og umbrotsefni þess hafi skert aksturshæfni ökumanns Nissan bifreiðarinnar. Hefur rannsóknarnefndin upplýst embætti Landlæknis um niðurstöður lyfjagreiningar í málinu. Þá gagnrýnir nefndin að aðeins hafi verið framkvæmd áfengismæling á ökumanni hinnar bifreiðarinnar, en ekki lyfjamæling. Mikilvægt sé að báðar rannsóknir fari fram á ökumönnum í öllum alvarlegri slysum svo hægt sé að útiloka þá þætti við rannsókn á orsökum slysa.
Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Banaslys í Öxnadal Ökumaður fólksbifreiðar lét lífið í umferðarslysinu í Öxnadal á fimmta tímanum í dag. 29. júní 2017 22:04