Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2019 11:43 Frá vettvangi í Garðabæ í fyrra. vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni. Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl í fyrra. Tveir menn sem urðu fyrir tjóni í brunanum vegna eigna sem þeir höfðu geymt í geymslum í húsnæðinu stefndu fyrirtækinu og kröfðust bóta. Dómar voru kveðnir upp í morgun en þeir hafa ekki verið birtir á vef dómstólsins. Mál þeirra eru fordæmisgefandi fyrir meira en fimmtíu einstaklinga sem einnig hafa stefnt Geymslum vegna brunans en Guðni Á. Haraldsson er lögmaður hópsins. Hann segist frekar eiga von á því að skjólstæðingar sínir áfrýi málinu til Landsréttar heldur en ekki. „Geymslur voru sýknaðar en málskostnaður var felldur niður,“ segir Guðni um niðurstöðuna í samtali við Vísi.Bruninn kom upp í húsnæði Geymslna í Garðabæ í fyrra. Brunans varð vart að morgni til en slökkvistarf stóð fram á nótt.vísir/vilhelmSýkna á þeirri forsendu að um húsaleigusamning var að ræða Fyrir dómi nú var aðeins deilt um bótaskyldu fyrirtækisins en upphæð hugsanlegra bóta geymd. „Það var ekki viðurkennt að félagið bæri skaðabótaábyrgð og bótaskyldu á þessu tjóni sem var óskilgreint. Geymslur voru sýknaðar á þeirri forsendu að þetta væri húsaleigusamningur en ekki geymslusamningur,“ segir Guðni. Hann segir að í samningum skjólstæðinga sinna við Geymslur hafi sérstaklega verið tekið fram að um húsaleigusamning væri að ræða. „Við sögðum að þarna væri verið að koma sér undan lögunum með þessu en dómurinn féllst ekki á það,“ segir Guðni. Næstu skref eru að kynna öllum hlutaðeigandi dóminn segir Guðni og taka svo ákvörðun um það hvort málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Spurður út í það hvort að Geymslur hafi á fyrri stigum boðið skjólstæðingum hans bætur vegna brunans segir hann svo ekki vera. „Þeir buðu aldrei neinar bætur og sögðu bara við fólkið „Þið getið farið hérna út í bæ og skoðað í einhverjum kerjum hvort þið eigið eitthvað þar.“ Það var öllu hafnað og engin viðleitni til að koma til móts við fólkið af hálfu Geymslna,“ segir Guðni.
Garðabær Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34 Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32 Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Slökkviliðið nýtti sér hitadróna í Miðhrauni Með þessum hætti fengu slökkviliðsmenn upplýsingar um hvar mestur hiti væri í húsnæðinu og hvernig væri best að sækja að eldinum. 6. apríl 2018 15:34
Undirbúa hópmálsókn gegn Geymslum Hópur fólks sem missti eigur sínar í brunanum hjá Geymslum í Garðabæ í byrjun apríl síðastliðinn undirbýr nú að leita réttar síns með málsókn á hendur eigendum Geymslna. 11. maí 2018 08:32
Hugsanlegt að Geymslur beri ábyrgð á tjóninu Sérfræðingur í vátryggingarétti telur ekki útilokað að Geymslur beri ábyrgð á tjóni viðskiptavina sinna vegna stórbrunans í Garðabæ. Aðgerðum slökkviliðs við Miðhraun lauk í gærkvöldi, en rannsókn tæknideildar lögreglu hefst eftir helgi. 7. apríl 2018 20:00
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19